Starfsfólk í áfalli eftir furðulegt rán í Húsasmiðjunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 07:01 Lögreglan hafði upp á manninum sem sagðist ekki hafa ætlað að ógna fólki. Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar. „Það gengur hér inn maður með lambhúshettu. Hann fer inn og setur eitthvað í vasana. Svo tekur hann upp öxi úr versluninni og ógnar sér leið hér út,“ segir Bjarki Þór Árnason, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, í samtali við Vísi. Bjarki segir starfsfólk hafa orðið vart við meiri þjófnað undanfarið. „Starfsfólkinu er eðli málsins samkvæmt mikið brugðið, það eltir manninn út, sem það á ekki að gera enda var hann vopnaður öxi, en þau gátu með því gefið lögreglunni greinargóðar upplýsingar um manninn, sem náði að handsama hann í fyrradag. Þá var hann búinn að henda exinni frá sér en væntanlega fela það sem hann var með í vösunum því ekkert þýfi fannst á honum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur maðurinn gefið þær útskýringar að þetta hafi átt að vera hluti af myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Maðurinn hafi ætlað sér að stríða vinum sínum og ekki ætlað að vera ógnandi. Segist lögreglan ekki vilja veita frekari upplýsingar vegna málsins. Sækja sér áfallahjálp „Ég get alveg sagt þér það að það eru tvær stelpur hér sem hafa óskað eftir áfallahjálp eftir þetta. Önnur hefur ekki treyst sér til að mæta í vinnuna. Hin mætti í dag og ég er að vona að hún nái að klára daginn,“ segir Bjarki. Starfsfólk upplifði að sér væri ógnað? „Það er bara þannig. Þær hlupu á eftir honum. Hann stoppar ekki og veit að það eru starfsmenn á eftir sér. Stoppar samt ekki. Hendir svo exinni frá sér og er með fulla vasa,“ segir Bjarki. Bjarki segir að farið verði yfir verkferla í Húsasmiðjunni, um það hvernig skuli bregðast við í slíkum aðstæðum líkt og komu upp þegar maðurinn tók exina upp í versluninni. Skipulagður þjófnaður að færast í aukana Hann segir starfsfólk hafa verið í áfalli ekki síst vegna þess Húsasmiðjan hafi til sölu fullt af vörum sem hægt sé að beita gegn því. Hann lýsir endurteknum ránum og ránstilraunum undanfarið. „Þess vegna erum við að undirbúa auknar öryggisráðstafanir hér í versluninni í Skútuvogi. Það er bara staðan.“ Er fólk að koma inn og hnupla? „Já. En þetta virðist vera orðið miklu skipulagðara. Menn eru að koma inn og taka ákveðna hluti greinilega eins og eftir innkaupalista. Það hefur verið mikið um það að rafmagnsverkfærum hefur verið stolið, líkt og verkfærum frá Milwaukee sem eru dýr og þá hefur rafmagnstækjum eins og róbotryksugum líka verið stolið, sem sömuleiðis eru mjög dýrar. Þetta eru aðilar, oft fleiri en einn og fleiri en tveir að vinna saman.“ Er þá starfsfólk afvegaleitt á meðan annar tekur hluti og svo framvegis? „Það er bara nákvæmlega þannig. Það er búið að vera býsna mikið um þetta undanfarið og við finnum fyrir því að þetta er að aukast. Við munum setja upp öryggishlið og erum að skoða á fullu betri öryggisbúnað og þjófavarnarbúnað. Það er hópur hjá okkur núna að vinna í því á fullu, af því að við verðum að bregðast við þessu.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Það gengur hér inn maður með lambhúshettu. Hann fer inn og setur eitthvað í vasana. Svo tekur hann upp öxi úr versluninni og ógnar sér leið hér út,“ segir Bjarki Þór Árnason, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi, í samtali við Vísi. Bjarki segir starfsfólk hafa orðið vart við meiri þjófnað undanfarið. „Starfsfólkinu er eðli málsins samkvæmt mikið brugðið, það eltir manninn út, sem það á ekki að gera enda var hann vopnaður öxi, en þau gátu með því gefið lögreglunni greinargóðar upplýsingar um manninn, sem náði að handsama hann í fyrradag. Þá var hann búinn að henda exinni frá sér en væntanlega fela það sem hann var með í vösunum því ekkert þýfi fannst á honum.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur maðurinn gefið þær útskýringar að þetta hafi átt að vera hluti af myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok. Maðurinn hafi ætlað sér að stríða vinum sínum og ekki ætlað að vera ógnandi. Segist lögreglan ekki vilja veita frekari upplýsingar vegna málsins. Sækja sér áfallahjálp „Ég get alveg sagt þér það að það eru tvær stelpur hér sem hafa óskað eftir áfallahjálp eftir þetta. Önnur hefur ekki treyst sér til að mæta í vinnuna. Hin mætti í dag og ég er að vona að hún nái að klára daginn,“ segir Bjarki. Starfsfólk upplifði að sér væri ógnað? „Það er bara þannig. Þær hlupu á eftir honum. Hann stoppar ekki og veit að það eru starfsmenn á eftir sér. Stoppar samt ekki. Hendir svo exinni frá sér og er með fulla vasa,“ segir Bjarki. Bjarki segir að farið verði yfir verkferla í Húsasmiðjunni, um það hvernig skuli bregðast við í slíkum aðstæðum líkt og komu upp þegar maðurinn tók exina upp í versluninni. Skipulagður þjófnaður að færast í aukana Hann segir starfsfólk hafa verið í áfalli ekki síst vegna þess Húsasmiðjan hafi til sölu fullt af vörum sem hægt sé að beita gegn því. Hann lýsir endurteknum ránum og ránstilraunum undanfarið. „Þess vegna erum við að undirbúa auknar öryggisráðstafanir hér í versluninni í Skútuvogi. Það er bara staðan.“ Er fólk að koma inn og hnupla? „Já. En þetta virðist vera orðið miklu skipulagðara. Menn eru að koma inn og taka ákveðna hluti greinilega eins og eftir innkaupalista. Það hefur verið mikið um það að rafmagnsverkfærum hefur verið stolið, líkt og verkfærum frá Milwaukee sem eru dýr og þá hefur rafmagnstækjum eins og róbotryksugum líka verið stolið, sem sömuleiðis eru mjög dýrar. Þetta eru aðilar, oft fleiri en einn og fleiri en tveir að vinna saman.“ Er þá starfsfólk afvegaleitt á meðan annar tekur hluti og svo framvegis? „Það er bara nákvæmlega þannig. Það er búið að vera býsna mikið um þetta undanfarið og við finnum fyrir því að þetta er að aukast. Við munum setja upp öryggishlið og erum að skoða á fullu betri öryggisbúnað og þjófavarnarbúnað. Það er hópur hjá okkur núna að vinna í því á fullu, af því að við verðum að bregðast við þessu.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira