Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2023 07:42 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann krefur hana svara við ýmsum spurningum er lúta að hvalveiðibanni hennar. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. Reglugerðin umdeilda var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Blaðið segir að í bréfi sínu bendi umboðsmaður á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem lög mæla fyrir um. Spurningaflóð umboðsmanns Þá krefur umboðsmaður ráðherrann svara við ýmsum spurningum er lúti að málinu. Hann spyr hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Samkvæmt þeim sé ráðherra falið að setja í reglugerð nánari ákvæði um veiðiaðferðir í samráði við þann ráðherra sem fer með stjórn veiða á villtum fuglum og spendýrum, sem er umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þá telur umboðsmaður nauðsynlegt að setja reglugerð um veiðiaðferðir til að tryggja að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi sem minnstum sársauka. Því óskar hann skýringa á því hvort heimilt hafi verið að byggja reglugerðina um veiðibann á ákvæðum laga um hvalveiðar en ekki á lögum um velferð dýra. Einnig spyr umboðsmaður hvernig álit fagráðs um velferð dýra hafi orðið til þess að ráðherra gaf út reglugerð á grundvelli laga um hvalveiðar en horfði ekki til úrræða Matvælastofnunar í málinu. Ekki verði séð að hlutverk fagráðsins sé að vera matvælaráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Þá spyr hann af hverju umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákvörðun um reglugerðarsetninguna var tekin og hvernig það geti samrýmst reglum stjórnsýsluréttar og sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinstri græn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Reglugerðin umdeilda var birt og tók gildi sama dag og fundur ríkisstjórnar var haldinn þar sem Svandís greindi frá ákvörðun sinni. Morgunblaðið fjallar um málið í dag og hefur bréfið undir höndum. Blaðið segir að í bréfi sínu bendi umboðsmaður á að stjórnvöld geti ekki tekið ákvörðun, sem sé í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun, í formi almennra stjórnvaldsfyrirmæla og þannig komist hjá því að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem lög mæla fyrir um. Spurningaflóð umboðsmanns Þá krefur umboðsmaður ráðherrann svara við ýmsum spurningum er lúti að málinu. Hann spyr hvort reglugerðin sé byggð á sjónarmiðum um velferð dýra en um hana gildi sérstök lög. Samkvæmt þeim sé ráðherra falið að setja í reglugerð nánari ákvæði um veiðiaðferðir í samráði við þann ráðherra sem fer með stjórn veiða á villtum fuglum og spendýrum, sem er umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra. Þá telur umboðsmaður nauðsynlegt að setja reglugerð um veiðiaðferðir til að tryggja að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi sem minnstum sársauka. Því óskar hann skýringa á því hvort heimilt hafi verið að byggja reglugerðina um veiðibann á ákvæðum laga um hvalveiðar en ekki á lögum um velferð dýra. Einnig spyr umboðsmaður hvernig álit fagráðs um velferð dýra hafi orðið til þess að ráðherra gaf út reglugerð á grundvelli laga um hvalveiðar en horfði ekki til úrræða Matvælastofnunar í málinu. Ekki verði séð að hlutverk fagráðsins sé að vera matvælaráðherra til ráðgjafar um framkvæmd laga á sviði sjávarútvegsmála. Þá spyr hann af hverju umsögn fagráðs um málið hafi ekki verið borin undir Matvælastofnun áður en ákvörðun um reglugerðarsetninguna var tekin og hvernig það geti samrýmst reglum stjórnsýsluréttar og sjónarmiðum um vandaða stjórnsýsluhætti.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinstri græn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31 Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26 Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Áskorun til kvenna – dýravelferð verður baráttumál Við fórum nokkur úr Samtökum um dýravelferð á fundinn um hvalveiðar á Akranesi í gær. Við gátum ekki hugsað okkur að að láta matvælaráðherrann okkar, Svandísi Svavarsdóttur, standa þar ein að verja ákvörðun sína um að fresta hvalveiðum. 23. júní 2023 16:31
Gjörsamlega brjálaður og býst við stjórnarslitum Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur haft samband við lögmann til að kanna réttarstöðu hvalveiðimanna. Hann segir ákvörðun um að stöðva vertíðina glórulausan pópúlisma. 20. júní 2023 13:26
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53