Fimm stjörnu spænsk frammistaða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 09:49 Jennifer Hermoso skoraði tvö mörk í hundraðsta landsleik sínum. getty/Buda Mendes Spánn er kominn áfram í sextán liða úrslit HM í fótbolta kvenna eftir stórsigur á Sambíu í dag, 5-0. Eftir úrslit dagsins er ljóst að Spánn og Japan fara upp úr C-riðli. Eina spurningin er hvort liðið vinnur riðilinn. Sambía og Kosta Ríka eru úr leik. Teresa Abelleira kom Spánverjum á bragðið í leiknum í dag með frábæru marki með langskoti á 9. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Jenni Hermoso öðru marki við í sínum hundraðsta landsleik. Hún skallaði þá fyrirgjöf Alexiu Putellas í netið. Staðan var 2-0 í hálfleik. Spánverjar skoruðu svo þrjú mörk í seinni hálfleik. Alba Redondo, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, gerði þriðja markið á 69. mínútu og Hermoso skoraði sitt annað mark og fjórða mark Spánar fjórum mínútum síðar. Hún hefur skorað fimmtíu mörk í landsleikjunum hundrað. Barbra Banda, fyrirliði Sambíu, komst næst því að koma sínum konum á blað þegar hún skaut í slá á 81. mínútu. Tveimur mínútum seinna var Hermoso hársbreidd frá því að skora þriðja mark sitt en Eunice Sakala varði skot hennar í slá. Redondo skoraði síðan fimmta mark Spánar fjórum mínútum fyrir leikslok. Líkt og fjórða markið var það dæmt gilt eftir skoðun á myndbandi. Spánn er á toppi C-riðils og dugir jafntefli gegn Japan í lokaumferð riðlakeppninnar til að vinna riðilinn. Sambía hefur tapað báðum leikjum sínum á HM 5-0 og mætir Kosta Ríka í lokaumferð riðlakeppninnar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Sjá meira
Eftir úrslit dagsins er ljóst að Spánn og Japan fara upp úr C-riðli. Eina spurningin er hvort liðið vinnur riðilinn. Sambía og Kosta Ríka eru úr leik. Teresa Abelleira kom Spánverjum á bragðið í leiknum í dag með frábæru marki með langskoti á 9. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Jenni Hermoso öðru marki við í sínum hundraðsta landsleik. Hún skallaði þá fyrirgjöf Alexiu Putellas í netið. Staðan var 2-0 í hálfleik. Spánverjar skoruðu svo þrjú mörk í seinni hálfleik. Alba Redondo, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, gerði þriðja markið á 69. mínútu og Hermoso skoraði sitt annað mark og fjórða mark Spánar fjórum mínútum síðar. Hún hefur skorað fimmtíu mörk í landsleikjunum hundrað. Barbra Banda, fyrirliði Sambíu, komst næst því að koma sínum konum á blað þegar hún skaut í slá á 81. mínútu. Tveimur mínútum seinna var Hermoso hársbreidd frá því að skora þriðja mark sitt en Eunice Sakala varði skot hennar í slá. Redondo skoraði síðan fimmta mark Spánar fjórum mínútum fyrir leikslok. Líkt og fjórða markið var það dæmt gilt eftir skoðun á myndbandi. Spánn er á toppi C-riðils og dugir jafntefli gegn Japan í lokaumferð riðlakeppninnar til að vinna riðilinn. Sambía hefur tapað báðum leikjum sínum á HM 5-0 og mætir Kosta Ríka í lokaumferð riðlakeppninnar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Sjá meira