Ekki sjálfgefið að elska slíka stærð af manni Íris Hauksdóttir skrifar 26. júlí 2023 16:00 Edda Björgvinsdóttir, leikkona segir mikilvægt að opna umræðuna um sjálfsvíg, geðheilbrigðismál og hvernig haldið er utan um aðstandendur fórnarlamba sjálfsvíga. Hún segir það að missa aðstandanda úr sjálfsvígi eitt erfiðasta áfall sem hægt sé að takast á við. Sem hluta af bataferlinu skráði Edda sig í nám í sálgæslu við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan í vor. Gísli Rúnar Jónsson, leikari, leikstjóri og handritshöfundur var giftur Eddu í þrjátíu ár og ólu þau saman upp fjögur börn. Þau voru samkvæmt Eddu bestu vinir og lífsförunautar alla tíð. Gísli var einn af þeim sem geðheilbrigðiskerfið brást með þeim afleiðingum að hann svipti sig lífi þann 28. júlí 2020. „Í kringum eitt svona dauðsfall er stór hópur fólks sem stendur eftir í tætlum,“ segir Edda sem tjáði sig um málið í hlaðvarpsþættinum Normið á dögunum. Blaðakona Vísis hafði samband við Eddu sem sagði mikilvægt að umræða eigi sér stað í samfélaginu um þunglyndi og geðsjúkdóma. Hvergi rætt opinberlega fyrr en nú Lengi vel treysti Edda sér ekki til að tala opinberlega um þetta áfall fjölskyldunnar en í dag finnst henni ástæða til að benda á þá hluti sem betur mættu fara. Markmiðið, að minnka þjáningu allra þeirra sem standa í sömu sporum og þau. „Ég hef hvergi rætt þetta opinberlega fyrr en nú,“ segir Edda og heldur áfram. „Sorgarmiðstöðin bjargaði geðheilsu minni þegar mér leið sem verst. Þar var ég í hópi með öðrum aðstandendum sjálfsvígsfórnarlamba og við gátum speglað okkur hvert í öðru sem reyndist mér mikil heilun. Gísli minn barðist við alvarlegt þunglyndi en með ýmsum lyfjum í gegnum tíðina upplifði hann mikil lífsgæði, gleði og hamingju. En það voru lyfjaskiptin sem hrintu honum fram af brúninni, þar sem ekkert eftirlit er með þeim sjúklingum sem þurfa að skipta frá einni tegund yfir í aðra. Þrátt fyrir að alvarlegar aukaverkanir þunglyndis og og kvíðalyfja séu öllum fagaðilum ljósar.“ Hataðist út í geðlækninn Edda segist aldrei hafa fyllst reiði út í Gísla fyrir að yfirgefa þau. „Hann var með lífshættulegan sjúkdóm sem kallast þunglyndi. Ég hataðist þó lengi út í geðlækninn hans sem beitti, að mínu mati, forneskjulegum lækningaaðferðum. Reiðin mín beindist ekki síður að heilbrigðiskerfinu sem er því miður í henglum þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Lengi vel fékk ég örlitla huggun við það að ákveða með sjálfri mér að Gísla mínum hlyti að líða betur núna. Laus við þjáninguna sem hann upplifði síðustu mánuðina sem hann lifði.“ Aðstandendur ofurkviðkvæmir lengi á eftir Geðheilbrigðismál snerta alla landsmenn á einn eða annan hátt og bendir Edda á hátt hlutfall sjálfsvíga hér á landi. Hvert og eitt fórnarlamb sjálfsvíga skilur eftir ótal aðstandendur í djúpum sárum. Fyrstu mánuðina eftir andlátið hélt Edda að hún myndi aldrei hlæja aftur né upplifa eðlilega gleði. „Ég man ósköp lítið eftir fyrstu mánuðunum eftir fráfall Gísla. Ég man bara að það var eins og þungt bjarg lægi ofan á brjóstkassanum og það eitt að draga andann var eitthvað sem mér fannst ég þurfa að hafa verulega fyrir, annars myndi ég hreinlega hætta að anda. Margir sem ganga í gegnum skyndilegan missi upplifa svipaða tilfinningu. Aðstandendur verða oft ofurviðkvæmir lengi vel þegar um svona áfall er að ræða og það er margt sem ég veit í dag sem ég vissi ekki áður. Ég tel að allir hefðu gott af því að kynna sér þessi mál en það er því miður ekki til nein handbók um það hvernig koma skuli fram við fólk í djúpri sorg. Samt sem áður stöndum við öll frammi fyrir því að á einhverjum tímapunkti að langa að vera til staðar fyrir mölbrotna manneskju. Gísli var vissulega ákveðin þjóðareign en ég get ekki lýst því hvað frásagnir fjölmiðla grættu mig oft. Það var ekki vegna illgirni blaðamanna, alls ekki, heldur þörf flestra miðla til að velta sér upp úr harmi og fá þannig fleiri klikk á umfjöllun um drama.“ Furðulegt að vera eigið viðfangsefni Nú fórst þú í gegnum sálgæslunám hvernig var það samhliða öllu þessu? „Það var ótrúlega magnað og alveg stórfurðulegt að vera eigið viðfangsefni. Ég var mjög kvíðin áður en ég byrjaði því ég vissi að námsefnið hlyti að snerta marga erfiðar tilfinningar verulega því þarna er stöðugt verið að tala um áföll, missi og sorg. Það er farið mjög á dýptina í þessu námi og ég fékk ótal tæki og tól til að vinna úr þessari lífsreynslu. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa skráð mig í sálgæsluna.“ Enn mjög brothætt Edda ítrekar þó að tímarammi fyrir sorg sé ekki til og birtingamynd áfallsins sé síbreytileg eftir því sem tíminn líður. „Eftir svona áfall er eiginlega ekki hægt að reikna með því að fólk sé í andlegu jafnvægi fyrr en eftir kannski þrjú til fimm ár. Nú eru að verða þrjú ár síðan Gísli dó og ég finn oftar og oftar gleðina og hláturinn en það er stuttur í mér þráðurinn og ég er enn mjög brothætt. Ég hef sem dæmi mun minni þolinmæði fyrir allskonar í fari fólks og þarf oft að biðjast afsökunar á því að hafa verið hranaleg, einfaldlega af því ég hef ekki verið í andlegu jafnvægi.“ Söknuðurinn verður alltaf óbærilegur Þegar talið berst að fjölskyldunni segir Edda þau hafa verið einstaklega heppin að hafa haft gríðarlegan stuðning aðstandenda og fagfólks við að vinna nauðsynlega áfallavinnu. „Það er auðvitað alltaf sagt að fólk eigi minningar til að ylja sér við og Gísli okkar var snillingur í að skapa minningar. Það voru hans ær og kýr. Hann var bæði bjargvættur okkar og stuðnings klettur en líka heill skemmtigarður, einkum og sér í lagi fyrir barnabörnin sín. Ástin var óendanleg og umhyggjan og kærleikurinn á heimsmælikvarða. Það er ekki sjálfgefið að fá að að elska slíka stærð af manni og söknuðurinn verður alltaf óbærilegur.“ Viðtalið við Eddu hjá Norminu má hlusta á hér fyrir neðan. Ástin og lífið Tengdar fréttir Eftir áfallið fór Edda í sálgæslunám Edda Björgvinsdóttir leikkonan dáða er núna á tímamótum því hún vill flytja og vera nær börnunum sínum og er hún því að hugsa um að selja fallegu íbúðina sína í 101. 5. maí 2023 10:30 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Gísli Rúnar Jónsson, leikari, leikstjóri og handritshöfundur var giftur Eddu í þrjátíu ár og ólu þau saman upp fjögur börn. Þau voru samkvæmt Eddu bestu vinir og lífsförunautar alla tíð. Gísli var einn af þeim sem geðheilbrigðiskerfið brást með þeim afleiðingum að hann svipti sig lífi þann 28. júlí 2020. „Í kringum eitt svona dauðsfall er stór hópur fólks sem stendur eftir í tætlum,“ segir Edda sem tjáði sig um málið í hlaðvarpsþættinum Normið á dögunum. Blaðakona Vísis hafði samband við Eddu sem sagði mikilvægt að umræða eigi sér stað í samfélaginu um þunglyndi og geðsjúkdóma. Hvergi rætt opinberlega fyrr en nú Lengi vel treysti Edda sér ekki til að tala opinberlega um þetta áfall fjölskyldunnar en í dag finnst henni ástæða til að benda á þá hluti sem betur mættu fara. Markmiðið, að minnka þjáningu allra þeirra sem standa í sömu sporum og þau. „Ég hef hvergi rætt þetta opinberlega fyrr en nú,“ segir Edda og heldur áfram. „Sorgarmiðstöðin bjargaði geðheilsu minni þegar mér leið sem verst. Þar var ég í hópi með öðrum aðstandendum sjálfsvígsfórnarlamba og við gátum speglað okkur hvert í öðru sem reyndist mér mikil heilun. Gísli minn barðist við alvarlegt þunglyndi en með ýmsum lyfjum í gegnum tíðina upplifði hann mikil lífsgæði, gleði og hamingju. En það voru lyfjaskiptin sem hrintu honum fram af brúninni, þar sem ekkert eftirlit er með þeim sjúklingum sem þurfa að skipta frá einni tegund yfir í aðra. Þrátt fyrir að alvarlegar aukaverkanir þunglyndis og og kvíðalyfja séu öllum fagaðilum ljósar.“ Hataðist út í geðlækninn Edda segist aldrei hafa fyllst reiði út í Gísla fyrir að yfirgefa þau. „Hann var með lífshættulegan sjúkdóm sem kallast þunglyndi. Ég hataðist þó lengi út í geðlækninn hans sem beitti, að mínu mati, forneskjulegum lækningaaðferðum. Reiðin mín beindist ekki síður að heilbrigðiskerfinu sem er því miður í henglum þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Lengi vel fékk ég örlitla huggun við það að ákveða með sjálfri mér að Gísla mínum hlyti að líða betur núna. Laus við þjáninguna sem hann upplifði síðustu mánuðina sem hann lifði.“ Aðstandendur ofurkviðkvæmir lengi á eftir Geðheilbrigðismál snerta alla landsmenn á einn eða annan hátt og bendir Edda á hátt hlutfall sjálfsvíga hér á landi. Hvert og eitt fórnarlamb sjálfsvíga skilur eftir ótal aðstandendur í djúpum sárum. Fyrstu mánuðina eftir andlátið hélt Edda að hún myndi aldrei hlæja aftur né upplifa eðlilega gleði. „Ég man ósköp lítið eftir fyrstu mánuðunum eftir fráfall Gísla. Ég man bara að það var eins og þungt bjarg lægi ofan á brjóstkassanum og það eitt að draga andann var eitthvað sem mér fannst ég þurfa að hafa verulega fyrir, annars myndi ég hreinlega hætta að anda. Margir sem ganga í gegnum skyndilegan missi upplifa svipaða tilfinningu. Aðstandendur verða oft ofurviðkvæmir lengi vel þegar um svona áfall er að ræða og það er margt sem ég veit í dag sem ég vissi ekki áður. Ég tel að allir hefðu gott af því að kynna sér þessi mál en það er því miður ekki til nein handbók um það hvernig koma skuli fram við fólk í djúpri sorg. Samt sem áður stöndum við öll frammi fyrir því að á einhverjum tímapunkti að langa að vera til staðar fyrir mölbrotna manneskju. Gísli var vissulega ákveðin þjóðareign en ég get ekki lýst því hvað frásagnir fjölmiðla grættu mig oft. Það var ekki vegna illgirni blaðamanna, alls ekki, heldur þörf flestra miðla til að velta sér upp úr harmi og fá þannig fleiri klikk á umfjöllun um drama.“ Furðulegt að vera eigið viðfangsefni Nú fórst þú í gegnum sálgæslunám hvernig var það samhliða öllu þessu? „Það var ótrúlega magnað og alveg stórfurðulegt að vera eigið viðfangsefni. Ég var mjög kvíðin áður en ég byrjaði því ég vissi að námsefnið hlyti að snerta marga erfiðar tilfinningar verulega því þarna er stöðugt verið að tala um áföll, missi og sorg. Það er farið mjög á dýptina í þessu námi og ég fékk ótal tæki og tól til að vinna úr þessari lífsreynslu. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa skráð mig í sálgæsluna.“ Enn mjög brothætt Edda ítrekar þó að tímarammi fyrir sorg sé ekki til og birtingamynd áfallsins sé síbreytileg eftir því sem tíminn líður. „Eftir svona áfall er eiginlega ekki hægt að reikna með því að fólk sé í andlegu jafnvægi fyrr en eftir kannski þrjú til fimm ár. Nú eru að verða þrjú ár síðan Gísli dó og ég finn oftar og oftar gleðina og hláturinn en það er stuttur í mér þráðurinn og ég er enn mjög brothætt. Ég hef sem dæmi mun minni þolinmæði fyrir allskonar í fari fólks og þarf oft að biðjast afsökunar á því að hafa verið hranaleg, einfaldlega af því ég hef ekki verið í andlegu jafnvægi.“ Söknuðurinn verður alltaf óbærilegur Þegar talið berst að fjölskyldunni segir Edda þau hafa verið einstaklega heppin að hafa haft gríðarlegan stuðning aðstandenda og fagfólks við að vinna nauðsynlega áfallavinnu. „Það er auðvitað alltaf sagt að fólk eigi minningar til að ylja sér við og Gísli okkar var snillingur í að skapa minningar. Það voru hans ær og kýr. Hann var bæði bjargvættur okkar og stuðnings klettur en líka heill skemmtigarður, einkum og sér í lagi fyrir barnabörnin sín. Ástin var óendanleg og umhyggjan og kærleikurinn á heimsmælikvarða. Það er ekki sjálfgefið að fá að að elska slíka stærð af manni og söknuðurinn verður alltaf óbærilegur.“ Viðtalið við Eddu hjá Norminu má hlusta á hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Eftir áfallið fór Edda í sálgæslunám Edda Björgvinsdóttir leikkonan dáða er núna á tímamótum því hún vill flytja og vera nær börnunum sínum og er hún því að hugsa um að selja fallegu íbúðina sína í 101. 5. maí 2023 10:30 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Eftir áfallið fór Edda í sálgæslunám Edda Björgvinsdóttir leikkonan dáða er núna á tímamótum því hún vill flytja og vera nær börnunum sínum og er hún því að hugsa um að selja fallegu íbúðina sína í 101. 5. maí 2023 10:30