Gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir KA í kvöld: „Gefur okkur gæði og ró fram á við“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júlí 2023 08:00 Joan Simun Edmundsson í leik með Arminia Bielefeld í næst efstu deild Þýskalands á sínum tíma Vísir/Getty Færeyski landsliðsmaðurinn Jóan Simun Edmundsson verður í leikmannahópi KA sem tekur á móti írska liðinu Dundalk í Sambandsdeild Evrópu í kvöld og gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið. KA tilkynnti um komu Edmundsson, á þriðjudaginn síðastliðinn. Leikmaðurinn er uppalinn hjá B68 Tóftum í Færeyjum en gekk í raðir Newcastle United 2010. Hann lék þó aldrei með aðalliði félagsins. Edmundsson hefur einnig leikið með Gateshead á Englandi, Viking í Noregi, Fredericia, AB, Vejle og OB í Danmörku, B68 Tóftum og HB í heimalandinu, Arminia Bielefeld í Þýskalandi og Beveren í Belgíu. Þá hefur Edmundsson leikið 79 leiki fyrir færeyska landsliðið og skorað átta mörk. Bjóðum Jóan Símun Edmundsson hjartanlega velkominn í KA! #LifiFyrirKA https://t.co/j52J5Kfzj0 pic.twitter.com/TzbolEHxo3— KA (@KAakureyri) July 25, 2023 Færeyingurinn knái kom til landsins í gær og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með KA seinni partinn. „Síðasti leikurinn hans var með landsliði Færeyja gegn Albaníu í undankeppni EM þann 20. júní. Hann hefur verið að æfa sjálfur yfir þennan tíma og er kannski ekki í sinni bestu leikæfingu þessa stundina. Við munum því koma honum rólega inn í þetta en hann er í leikmannahópi liðsins í kvöld.“ Hallgrímur þekkir vel til Edmundssons en þeir léku saman hjá OB í Danmörku og alveg ljóst í augum þjálfarans hvað Færeyingurinn kemur með að borðinu. „Hann gefur okkur mikið fram á við þar sem að hann getur spilað allar stöður þar. Hann býr yfir miklum hraða, er sterkur og er búinn að spila á mun hærra leveli á sínum ferli heldur en á Íslandi. Hann gefur okkur því einnig gæði og ró fram á við. Þá býr hann yfir afar góðum vinstri fót, er leikinn og er bæði með gott auga fyrir spili og getur skorað mörk þar að auki.“ KA Færeyjar Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira
KA tilkynnti um komu Edmundsson, á þriðjudaginn síðastliðinn. Leikmaðurinn er uppalinn hjá B68 Tóftum í Færeyjum en gekk í raðir Newcastle United 2010. Hann lék þó aldrei með aðalliði félagsins. Edmundsson hefur einnig leikið með Gateshead á Englandi, Viking í Noregi, Fredericia, AB, Vejle og OB í Danmörku, B68 Tóftum og HB í heimalandinu, Arminia Bielefeld í Þýskalandi og Beveren í Belgíu. Þá hefur Edmundsson leikið 79 leiki fyrir færeyska landsliðið og skorað átta mörk. Bjóðum Jóan Símun Edmundsson hjartanlega velkominn í KA! #LifiFyrirKA https://t.co/j52J5Kfzj0 pic.twitter.com/TzbolEHxo3— KA (@KAakureyri) July 25, 2023 Færeyingurinn knái kom til landsins í gær og tók þátt í sinni fyrstu æfingu með KA seinni partinn. „Síðasti leikurinn hans var með landsliði Færeyja gegn Albaníu í undankeppni EM þann 20. júní. Hann hefur verið að æfa sjálfur yfir þennan tíma og er kannski ekki í sinni bestu leikæfingu þessa stundina. Við munum því koma honum rólega inn í þetta en hann er í leikmannahópi liðsins í kvöld.“ Hallgrímur þekkir vel til Edmundssons en þeir léku saman hjá OB í Danmörku og alveg ljóst í augum þjálfarans hvað Færeyingurinn kemur með að borðinu. „Hann gefur okkur mikið fram á við þar sem að hann getur spilað allar stöður þar. Hann býr yfir miklum hraða, er sterkur og er búinn að spila á mun hærra leveli á sínum ferli heldur en á Íslandi. Hann gefur okkur því einnig gæði og ró fram á við. Þá býr hann yfir afar góðum vinstri fót, er leikinn og er bæði með gott auga fyrir spili og getur skorað mörk þar að auki.“
KA Færeyjar Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira