Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júlí 2023 23:23 Slökkviliðsstjóri Grindavíkur, Einar Sveinn Jónsson, á vettvangi í dag. Einar Árnason Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði. Eldgosið hefur haldið sínum krafti í dag og engin merki um að eitthvað sé að draga úr því, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu. Hraun virtist í dag renna frá gígnum í göngum undir yfirborði og stefndi til suðurs. En það eru gróðureldar sem valda sem fyrr mesta reykjarkófinu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Gróðureldar í dag virtust mestir vera austur af eldgígnum. Keilir í baksýn.Einar Árnason Í síðustu viku sagðist Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri Grindavíkur, bjartsýnn á að ráða niðurlögum gróðureldanna. Veðurskilyrði hafi hins vegar reynst óhagstæð. „Það hefur ekki rignt lengi. Það er allt skraufaþurrt. Og svo erum við með hitablásara hérna við hliðina sem hitar jörðina,“ segir Einar um leið og hann bendir á eldgíginn. „Og nógur eldsmatur í skraufaþurrum mosanum. Þannig að þetta blossar bara upp aftur af smáglóð. Þannig byrjar þetta bara aftur og aftur,“ segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðsmenn berjast við gróðureldana með gröfu og vatnsbílum. Eldgígurinn sést uppi til vinstri.Einar Árnason Í dag var mætt með meiri mannskap og tækjabúnað en áður, um þrjátíu slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn til að kljást við eldana og tankbílum fjölgað til að flytja meira vatn á svæðið. „Einn svona tankbíll tekur svona átta til tíuþúsund lítra. Í stað þess að við höfum verið að flytja með þyrlunni þúsund til tvöþúsund lítra í einu. Þannig að hann er að taka ansi margar ferðir af þyrlunni í staðinn.“ Jafnframt voru fengnar öflugar gröfur, bæði til að gera slóða fyrir slökkviliðsbíla en einnig til að rjúfa skörð í gróðurþekjuna. Það gangi þó ekki allsstaðar þar sem landið sé víða mjög grýtt og mosinn undir og allt um kring. Grafa í hlíðum Hraunsels-Vatnsfells í dag.Einar Árnason „Það þarf að bleyta líka. Þannig að við tvinnum þetta saman.“ -Er þetta kannski bara nánast óviðráðanlegt verkefni? „Nei, ég ætla nú ekki að játa mig sigraðan strax. Við verðum að ná þessu niður. Því lengra sem þetta fer í austurátt, þar er meiri jarðvegur, meira lyng, gras og annað. Þannig að það mun bara versna, og mengun versna við að fara mikið austar. Þá fer þetta yfir byggð. Við viljum alls ekki missa þessa mengun yfir byggð,“ svarar Einar slökkviliðsstjóri. Þegar horft er inn í Meradali sést hvar nýja hraunið mætir hrauni sem kom upp í gosinu í fyrra. Lægðin þar virðist enn geta tekið við talsverðu af hrauni en stóra spurningin er hvert það mun síðan renna. Vísindamenn telja að það verði í átt að Suðurstrandarvegi. Tvö trémöstur voru reist í Meradalaskarði í dag. Milli þeirra verður strengd háspennulína. Til vinstri sést í hraun úr Meradalagosinu í fyrra.KMU Hópur á vegum Almannavarna veðjar á að hraun muni fljótlega renna yfir Meradalaskarð. Þar rísa núna tvö möstur, með háspennulínu á milli, og jarðstrengir fara í jörð, því rannsaka á hvernig hægt verði að búa slík mannvirki úr garði til að þau þoli hraunrennsli. Þá var hópur frá Vegagerðinni á svæðinu í dag að búa sig undir að hraun nái Suðurstrandarvegi. „Allar spár gera ráð fyrir því. Hvort sem það er eftir fjórar, sex eða átta vikur, þá viljum við vera tilbúin þegar að því kemur,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. -En getið þið eitthvað gert? Ráðið þið eitthvað við svona hraun? „Nei. Auðvitað er eitthvað hægt að stýra og svoleiðis. Og kannski er hægt að minnka eitthvað tjón á vegi. En það er náttúrlega ekki hægt að koma í veg fyrir að það renni yfir veg, ef það nær svo langt,“ svarar Guðmundur Valur. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Einar Árnason Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum, Meradalaleið, var lokuð til hádegis, en um leið og hún var opnuð streymdi fólk til að skoða eldgosið. Einnig mátti sjá mannfjölda uppi á Litlahrúti en til að komast þangað ganga menn leið A, Geldingadalaleiðina. Litli-Hrútur hefur svipaða afstöðu til eldgígsins núna og svokallaður gónhóll hafði í fyrsta gosinu í Geldingadölum fyrir tveimur árum. Vandinn núna er sá að Veðurstofan hefur skilgreint Litla-Hrút inni á hættusvæði. „Gönguleið A er opin. En það er alveg skýrt að Litli-Hrútur er á bannsvæði. Hann er á hættusvæði. Og hættusvæðin eru gefin út af Veðurstofunni og við vinnum eftir þeim. Það eru skilti þar innfrá; það er bannað að fara upp á Litla-Hrút,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu. Og segir að lögregla muni grípa til aðgerða þar. „Við munum fara af stað á eftir og vísa fólki frá, vissulega,“ segir Hjálmar. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglan Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Björgunarsveitir Vegagerð Samgöngur Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21 „Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. 13. júlí 2023 15:14 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Eldgosið hefur haldið sínum krafti í dag og engin merki um að eitthvað sé að draga úr því, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu. Hraun virtist í dag renna frá gígnum í göngum undir yfirborði og stefndi til suðurs. En það eru gróðureldar sem valda sem fyrr mesta reykjarkófinu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. Gróðureldar í dag virtust mestir vera austur af eldgígnum. Keilir í baksýn.Einar Árnason Í síðustu viku sagðist Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri Grindavíkur, bjartsýnn á að ráða niðurlögum gróðureldanna. Veðurskilyrði hafi hins vegar reynst óhagstæð. „Það hefur ekki rignt lengi. Það er allt skraufaþurrt. Og svo erum við með hitablásara hérna við hliðina sem hitar jörðina,“ segir Einar um leið og hann bendir á eldgíginn. „Og nógur eldsmatur í skraufaþurrum mosanum. Þannig að þetta blossar bara upp aftur af smáglóð. Þannig byrjar þetta bara aftur og aftur,“ segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðsmenn berjast við gróðureldana með gröfu og vatnsbílum. Eldgígurinn sést uppi til vinstri.Einar Árnason Í dag var mætt með meiri mannskap og tækjabúnað en áður, um þrjátíu slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn til að kljást við eldana og tankbílum fjölgað til að flytja meira vatn á svæðið. „Einn svona tankbíll tekur svona átta til tíuþúsund lítra. Í stað þess að við höfum verið að flytja með þyrlunni þúsund til tvöþúsund lítra í einu. Þannig að hann er að taka ansi margar ferðir af þyrlunni í staðinn.“ Jafnframt voru fengnar öflugar gröfur, bæði til að gera slóða fyrir slökkviliðsbíla en einnig til að rjúfa skörð í gróðurþekjuna. Það gangi þó ekki allsstaðar þar sem landið sé víða mjög grýtt og mosinn undir og allt um kring. Grafa í hlíðum Hraunsels-Vatnsfells í dag.Einar Árnason „Það þarf að bleyta líka. Þannig að við tvinnum þetta saman.“ -Er þetta kannski bara nánast óviðráðanlegt verkefni? „Nei, ég ætla nú ekki að játa mig sigraðan strax. Við verðum að ná þessu niður. Því lengra sem þetta fer í austurátt, þar er meiri jarðvegur, meira lyng, gras og annað. Þannig að það mun bara versna, og mengun versna við að fara mikið austar. Þá fer þetta yfir byggð. Við viljum alls ekki missa þessa mengun yfir byggð,“ svarar Einar slökkviliðsstjóri. Þegar horft er inn í Meradali sést hvar nýja hraunið mætir hrauni sem kom upp í gosinu í fyrra. Lægðin þar virðist enn geta tekið við talsverðu af hrauni en stóra spurningin er hvert það mun síðan renna. Vísindamenn telja að það verði í átt að Suðurstrandarvegi. Tvö trémöstur voru reist í Meradalaskarði í dag. Milli þeirra verður strengd háspennulína. Til vinstri sést í hraun úr Meradalagosinu í fyrra.KMU Hópur á vegum Almannavarna veðjar á að hraun muni fljótlega renna yfir Meradalaskarð. Þar rísa núna tvö möstur, með háspennulínu á milli, og jarðstrengir fara í jörð, því rannsaka á hvernig hægt verði að búa slík mannvirki úr garði til að þau þoli hraunrennsli. Þá var hópur frá Vegagerðinni á svæðinu í dag að búa sig undir að hraun nái Suðurstrandarvegi. „Allar spár gera ráð fyrir því. Hvort sem það er eftir fjórar, sex eða átta vikur, þá viljum við vera tilbúin þegar að því kemur,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar. -En getið þið eitthvað gert? Ráðið þið eitthvað við svona hraun? „Nei. Auðvitað er eitthvað hægt að stýra og svoleiðis. Og kannski er hægt að minnka eitthvað tjón á vegi. En það er náttúrlega ekki hægt að koma í veg fyrir að það renni yfir veg, ef það nær svo langt,“ svarar Guðmundur Valur. Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar.Einar Árnason Aðalgönguleiðin að gosstöðvunum, Meradalaleið, var lokuð til hádegis, en um leið og hún var opnuð streymdi fólk til að skoða eldgosið. Einnig mátti sjá mannfjölda uppi á Litlahrúti en til að komast þangað ganga menn leið A, Geldingadalaleiðina. Litli-Hrútur hefur svipaða afstöðu til eldgígsins núna og svokallaður gónhóll hafði í fyrsta gosinu í Geldingadölum fyrir tveimur árum. Vandinn núna er sá að Veðurstofan hefur skilgreint Litla-Hrút inni á hættusvæði. „Gönguleið A er opin. En það er alveg skýrt að Litli-Hrútur er á bannsvæði. Hann er á hættusvæði. Og hættusvæðin eru gefin út af Veðurstofunni og við vinnum eftir þeim. Það eru skilti þar innfrá; það er bannað að fara upp á Litla-Hrút,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu. Og segir að lögregla muni grípa til aðgerða þar. „Við munum fara af stað á eftir og vísa fólki frá, vissulega,“ segir Hjálmar.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Lögreglan Slökkvilið Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Björgunarsveitir Vegagerð Samgöngur Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21 „Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. 13. júlí 2023 15:14 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21
„Auðveldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir virkni eldgossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ólíklegt að kvikugangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna áfram til suðurs. 13. júlí 2023 15:14