Þetta segir í dagbók lögreglu um gærkvöldið og nóttina. Ekki er greint frá því hvernig þau mál enduðu.
Lögreglan einnig afskipti af ölvuðum einstakling sem svaf undir stýri sem brást illa við afskiptum lögregluþjóna. Í Hlíðunum var ölvuðum og óvelkomnum manni vísað á brott úr verslun og þurfti hjálp lögreglu við það.
Í miðbæ Kópavogs var maður handtekinn vegna gruns um innbrot. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þá barst lögreglunni tilkynning um sófa á miðjum Vesturlandsvegi. Þegar lögreglu bar að var maður að reyna að festa sófann betur á kerru svo hann myndi ekki falla aftur á götuna. Lögregla aðstoðaði ökumann við að festa sófann betur og hann hélt sína leið.