Lauren James, leikmaður Chelsea, fékk tækifæri í byrjunarliði Englands í dag og hún þakkaði Sarinu Wiegman traustið.
Á 6. mínútu skrúfaði James boltann í netið fyrir utan vítateig og kom Englendingum yfir.
England er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á HM! pic.twitter.com/hETg5yHrWT
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 28, 2023
Þetta reyndist eina mark leiksins og ensku Evrópumeistararnir hafa því unnið báða leiki sína á HM 1-0. England er á toppi D-riðils og getur komist áfram í sextán liða úrslit ef Kína mistekst að vinna Haití á eftir.
England varð þó fyrir áfalli þegar Keira Walsh var borin af velli seint í fyrri hálfleik. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli hennar eru.
Danmörk er í 2. sæti D-riðils með þrjú stig og mætir Haití í lokaumferð riðlakeppninnar á miðvikudaginn. Á sama tíma eigast England og Kína við.