Glæpahópar þegar farnir að nota gervigreind Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:01 Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Interpol segir alþjóðleg glæpasamtök þegar farin að nota gervigreind í starfsemi sinni. Netglæpir séu sífellt stærra vandamál og enn brýnna en ella að löggæsluyfirvöld taki höndum saman. Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“ Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“
Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira