Freyja Karín Þorvarðardóttir kom Þrótti á bragðið strax á þriðju mínútu, og átti svo eftir að bæta við öðru marki skömmu fyrir leikslok. Sierra Marie Lelii og María Eva Eyjólfsdóttir settu svo sitt markið hvor þar á milli.
Sigurinn þýðir að Þróttur styrkir stöðu sína í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, en með sigri í dag hefði Þór/KA skotist upp fyrir Þrótt en sitja þess í stað áfram í 5. sætinu með 19. stig.