Trump höfðaði mál gegn fréttamiðlinum fyrir að lýsa fullyrðingum hans um að kosningunum 2020 hefði verið stolið sem „stóru lyginni“.
Trump vildi meina að frasinn vísaði til áróðurs nasista sem notuðu hann til að réttlæta ofsóknir gegn gyðingum. Miðillinn væri þannig að líkja honum við Adolf Hitler.
Héraðsdómarinn Raag Singhal, sem var skipaður í valdatíð Trump, vísaði kærunni frá í gær.
„Andstyggilegar“ staðhæfingar en ekki ærumeiðandi
Singhal sagði um væri að ræða ummæli sem lýstu skoðun en ekki yfirlýsingum um staðreyndir og því gætu þau ekki flokkast sem ærumeiðandi.
„Það er ekki spurning að fullyrðingarnar sem CNN setti fram uppfylla skilyrði um ærumeiðingar samkvæmt lögum í Flórída. Næsta spurning er hvort þær hafi verið rangar staðhæfingar um staðreyndir. Það er þar sem meiðyrðamálsókn Trump fellur saman,“ skrifaði Singhal í úrskurði sínum.
Að sögn Singhal væri ekkert sem benti til að CNN væri að ýja að því að Trump hefði talað fyrir ofsóknum gegn gyðingum eða nokkrum öðrum hópi. Áhorfendur gætu ekki mögulega gert þær tengingar.
„Þó staðhæfingar CNN séu andstyggilegar, voru þær ekki, samkvæmt lögum, ærumeiðandi,“ bætti Singhal við.