Það voru Darwin Núnez, Bobby Clark, Diogo Jota og Ben Doak sem skoruðu mörk Liverpool. Staðan var 3-0 í hálfleik og Doak bætti svo fjórða marki Liverpool við í seinni hálfleik.
Byrjunarlið Liverpool í leiknum var þannig skipað:
Caoimhin Kelleher - Andy Robertson, Virgil Van Dijk, Ibrahima Konatem Trent Alexander-Arnold - Bobby Clark, Curtis Jones, Alexis MacAllister - Diogo Jota, Darwin Nunez, Mohamed Salah
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, skipti svo öllum útileikmönnum liðsins af velli í háfleik og lið Liverpool í seinni hálfleik var eftirfarandi:
Caoimhin Kelleher - Kostas Tsimikas, Jarell Quansah, Joel Matip, Joe Gomez - Dominik Szoboszlai, Harvey Elliott, James McConnell - Luis Diaz, Cody Gakpo, Ben Doak.
Allison Becker leysti svo Kelleher af hólmi í markinu í upphafi seinni hálfleiks.
Liverpool mætir síðan Bayern München í seinni æfingaleik sínum í Singapúr á miðvikudaginn kemur.
