Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 30. júlí 2023 12:00 Ásmundur Friðriksson á von á átökum næsta þingvetur en að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar er nú að nálgast sitt sjöunda ár en aldrei hefur jafn mikið verið talað um óánægju innan þess fyrr en nú. „Ég held ekki að það sé komið að stjórnarslitum. Ég svaf mjög vel í nótt yfir þessu, en það er óánægja með það að mjög mikið af mikilvægum málum hafi ekki fengið hljómgrunn í samstarfinu, eins og lögreglumálin, útlendingamálin, orkumálin og fleiri mál sem við höfum verið að leggja áherslu á,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins til tíu ára. Hann segir að eins og með lögreglumálin sé mikilvægt að efla hana í ljósi skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi. Hann segir flokknum stillt upp við vegg og að þau séu óánægð með það. Hann segir auðvitað ekkert óvænt við afstöðu VG í þessum málum, en ekki heldur þeirra afstöðu, og að hans mati hafi ríkisstjórnin starfað vel og skilað af sér góðum málum þrátt fyrir misjafna sýn. „En mín upplifun núna er að við séum aðgerðarlítil og- laus í mjög mörgum málum.“ Hann segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og þingkonu Vinstri grænna, um að fresta hvalveiðum út ágúst hafa haft mikil áhrif. „Þessi stjórnsýsla varðandi hvalveiðibannið var svona ekki okkur að skapi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu eins og stendur. Ásmundur telur að þau verði kláruð en að flokkurinn þurfi að leggja sig harðar fram um að ná sínum málum fram, eins og í orkuskiptum. „Ef við ætlum í þau þá þurfum við að ná árangri í því að beisla aðra orku til að taka við þeim orkugjöfum sem við viljum losa okkur við.“ Nauðsyn að binda um sárin Spurður hvort hann upplifi þessar opinberu óánægjuraddir innan flokksins sem nýtt fyrirbæri segist hann alltaf hafa sagt sína skoðun. „Ég hef alltaf verið mjög opinskár með mínar skoðanir, sama hvort ég hef verið glaður eða óánægju. Núna finnst mér liggja frekar gegn okkur og þá læt ég það auðvitað í ljós. Ég reyni að gera það tiltölulega hófstill og mér finnst félagar okkar í honum flokkunum svo sem gera það líka. En við þurfum að binda um þessi sár sem eru núna opin og sjá fram á veginn. Þau stefni þrátt fyrir þessar raddir á að klára kjörtímabilið í þessari ríkisstjórn. „Þetta er flókið samstarf en við erum saman í liði og það kemur oft kliður upp í klefanum en nú þurfum við bara að róa hann. Við eigum alveg að þola að það renni aðeins í okkur blóðið og það er mjög mikilvægt fyrir kjósendur Sjálfstæðisflokksins að heyra og skilja hvaða skoðanir við höfum á málunum. En svo þurfum við að lenda þeim saman þannig það sé sæmileg sátt um það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49