Hvetur stjórnvöld til að lengja endurgreiðslutíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 12:39 Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hvetur stjórnvöld til að lengja endurgreiðslutíma á stuðningslánum til fyrirtækja sem urðu fyrir tekjufalli í heimsfaraldrinum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Samkvæmt upplýsingum sem félagið aflaði hjá stóru viðskiptabönkunum þremur veittu þeir samtals 1.159 stuðningslán til fyrirtækja sem urðu fyrir slíku tekjufalli. 248 lántakendur báðu í upphafi ársins um viðbótarfrest til að byrja að greiða af lánunum. „Að mati FA eru mörg lítil og meðalstór fyrirtæki, sem fengu stuðningslán, enn ekki í aðstöðu til að greiða lánin niður á tólf mánuðum og hefur félagið sent fjármálaráðuneytinu erindi, þar sem hvatt er til að fjármálastofnunum verði heimilað að dreifa endurgreiðslunum á lengri tíma.“ Í tilkynningu FA kemur fram að af 1159 lánum voru 979 með 100 prósent ríkisábyrgð en 180 með 85 prósent ríkisábyrgð. FA og fleiri samtök hafa hvatt til þess að fyrirtækjum með stuðningslán, sem eru upp til hópa lítil og meðalstór, verði gefinn lengri tími til að greiða þau til baka en upphaflega var áformað, enda dróst faraldurinn á langinn með tilheyrandi áhrifum á tekjur margra fyrirtækja, að því er segir í tilkynningunni „Félagið telur ástæðu til að beina því enn á ný til ráðuneytisins að það heimili lánastofnunum að lengja endurgreiðslutíma stuðningslána enn frekar til að koma til móts við þessi fyrirtæki. Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls, vegna þess að ýmis fyrirtæki, sem ekki ráða við að endurgreiða lánin á næstu tólf mánuðum, myndu vel ráða við greiðslur sem dreift væri á t.d. 36 mánuði. FA vill aftur minna á að fjármálastofnanir þekkja viðskiptavini sína vel og eru í stakk búnar að meta endurgreiðslugetu og þanþol fyrirtækja,“ segir í erindi FA. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum sem félagið aflaði hjá stóru viðskiptabönkunum þremur veittu þeir samtals 1.159 stuðningslán til fyrirtækja sem urðu fyrir slíku tekjufalli. 248 lántakendur báðu í upphafi ársins um viðbótarfrest til að byrja að greiða af lánunum. „Að mati FA eru mörg lítil og meðalstór fyrirtæki, sem fengu stuðningslán, enn ekki í aðstöðu til að greiða lánin niður á tólf mánuðum og hefur félagið sent fjármálaráðuneytinu erindi, þar sem hvatt er til að fjármálastofnunum verði heimilað að dreifa endurgreiðslunum á lengri tíma.“ Í tilkynningu FA kemur fram að af 1159 lánum voru 979 með 100 prósent ríkisábyrgð en 180 með 85 prósent ríkisábyrgð. FA og fleiri samtök hafa hvatt til þess að fyrirtækjum með stuðningslán, sem eru upp til hópa lítil og meðalstór, verði gefinn lengri tími til að greiða þau til baka en upphaflega var áformað, enda dróst faraldurinn á langinn með tilheyrandi áhrifum á tekjur margra fyrirtækja, að því er segir í tilkynningunni „Félagið telur ástæðu til að beina því enn á ný til ráðuneytisins að það heimili lánastofnunum að lengja endurgreiðslutíma stuðningslána enn frekar til að koma til móts við þessi fyrirtæki. Að mati félagsins myndi það í einhverjum tilvikum stuðla að því að firra ríkissjóð frekara tjóni vegna greiðslufalls, vegna þess að ýmis fyrirtæki, sem ekki ráða við að endurgreiða lánin á næstu tólf mánuðum, myndu vel ráða við greiðslur sem dreift væri á t.d. 36 mánuði. FA vill aftur minna á að fjármálastofnanir þekkja viðskiptavini sína vel og eru í stakk búnar að meta endurgreiðslugetu og þanþol fyrirtækja,“ segir í erindi FA.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira