Hinn fertugi Alves hefur setið inn í fangelsi síðan að hann var handtekinn í janúar. Hann losnaði ekki gegn tryggingu þar sem dómari taldi of miklar líkur á því að hann reyndi að flýja land. ESPN segir frá.
Alves er ákærður fyrir að nauðga konu á næturklúbbi í Barcelona á næstsíðasta degi síðasta árs, 30. desember 2022. Hann heldur fram sakleysi sínu og segir að konan hafi samþykkt kynlífið.
Alves hafði boðist til að afhenda vegabréf sitt og ganga um með staðsetningartæki á fætinum. Það dugði hins vegar ekki til að komast úr fangelsinu.
Málið verður ekki tekið fyrir fyrr í réttarsalnum fyrr en seinna á þessu ári eða á byrjun þess næsta.
Alves verður því í fanglesi næstu mánuði og á hættu að fá fimmtán ára dóm.
Alves er einn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann hefur unnið 42 titla á ferlinum þar af Meistaradeildina þrisvar með Barcelona og tvo Suðurameríkutitla með brasilíska landsliðinu.
Hann tók þátt í sinni þriðju heimsmeistarakeppni í Katar í fyrra og var nýkominn heim frá mótinu þegar hann var út á lífinu þetta örlagaríka kvöld í Barcelona.
The Brazilian soccer player has been in custody since January on accusations he sexually assaulted a woman at a nightclub in Barcelona on Dec. 30 https://t.co/134CRzAM78
— El País English Edition (@elpaisinenglish) August 1, 2023