Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann fannst á svæðinu við fossinn. Lögregla þakkar öllum þeim sem komu að leitinni og einnig öllum þeim sem deildu færslunni þar sem lýst var eftir manninum.
Áður hafði lögreglan lýst eftir hinum 70 ára gamla ferðamanni, en hann er með heilabilun og varð hann viðskila við hópinn sem hann var að ferðast með um kl. 17:00.
Fréttin hefur verið uppfærð.