Gianlugi Buffon leggur hanskana á hilluna Siggeir Ævarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:04 Gianluigi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir 23 ára feril Vísir/Getty Ítalski markvörðurinn og goðsögnin Gianlugi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Buffon, sem varð 45 ára í janúar, lék yfir 1.100 keppnisleiki á 28 ára ferli. Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin. Buffon og Thuram í leik gegn Lazio árið 1999Vísir/EPA Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum. Buffon kvaddi Juventus í annað sinn með bikarameistaratitliVísir/Getty Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil. Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012. Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril. To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves. Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023 With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023 Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Buffon hóf ferilinn með unglingaliði Parma og var orðinn aðalmarkvörður félagsins aðeins 18 ára gamall. Eftir sex tímabil með Parma þar sem liðið varð m.a. Evrópumeistari félagsliðið og bikarmeistari skipti Buffon yfir til Juventus ásamt liðsfélaga sínum Lilian Thuram og átti eftir að leika þar næstu 17 tímabilin. Buffon og Thuram í leik gegn Lazio árið 1999Vísir/EPA Juventus greiddu Parma 52 milljónir evra fyrir Buffon sem var á þeim hæsta upphæð sem greidd hafði verið fyrir markvörð. Juventus lönduðu alls níu meistaratitlum á meðan Buffon stóð á milli stanganna og fjórum bikarmeistaratitlum að auki. Buffon varð fyrsti markvörðurinn í sögu Seríu A til að verða valinn leikmaður ársins og var einnig valinn markvörður ársins tólf sinnum. Buffon kvaddi Juventus í annað sinn með bikarameistaratitliVísir/Getty Buffon lék einnig eitt tímabil með PSG og síðan aftur tvö tímabil með Juventus en var þá ekki lengur aðalmarkvörður. Margir reiknuðu eflaust með að hann myndi hætta vorið 2021, þá orðinn 41 árs en þess í stað fór hann aftur heim til Parma og lék með þeim í Seríu B síðustu tvö tímabil. Buffon lék alls 975 keppnisleiki með félagsliðum á ferlinum og einnig 176 landsleiki fyrir Ítalíu á árunum 1997-2018 en enginn markvörður í sögunni hefur leikið fleiri landsleiki. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 og var einnig hluti af liðinu sem endaði í öðru sæti á EM 2012. Buffon skrifaði í fyrra undir nýjan samning við Parma til ársins 2024, en hefur greinilega snúist hugur og lætur nú gott heita eftir langan og farsælan feril. To celebrate Gigi Buffon s legendary career, let s take a look at some of his best-ever saves. Let s start strong pic.twitter.com/95x9XKkwsD— 101 Great Goals (@101greatgoals) August 1, 2023 With reports circulating that Gianluigi Buffon is set to retire - here s a chance to remember his incredible World Cup Final save from Zinedine Zidane (2006) pic.twitter.com/dwShxkdoQD— The Football History Boys (@TFHBs) August 1, 2023
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Buffon áfram í marki Parma þar til að hann verður 46 ára Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon er ekki á þeim buxunum að hætta að spila fótbolta og hefur nú skrifað undir nýjan samning við Parma um að spila með liðinu til ársins 2024. 28. febrúar 2022 17:30