Eftir frábæra fyrstu grein þar sem hún náði öðru sæti þá lenti hún í vandræðum í sólinni og hitanum í grein tvö. Það er mjög heitt í Madison og það er mikil munur á aðstæðum fyrir keppendur sem hafa æft á Íslandi alla tíð.
Bergrós fékk því miður hitaslag og var borin út af vellinum. Hún náði því ekki að klára þessa grein og endaði því í tíunda sæti í henni.
Bergrós lét þetta áfall hins vegar ekki slá sig út af laginu heldur var mætt aftur í síðustu grein dagsins eins og sannur harðjaxl. Þar stóð hún sig vel miðið við aðstæður og varð sjöunda.
Bergrós hóf því annan daginn í sjöunda sætinu en vonandi nær hún að klára allar sínar æfingar í hitanum í dag.