Anníe, Katrín og BKG byrja heimsleikana í ár á fjallahjólum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru góðar vinkonur en þekkja það líka vel að keppa á móti hvorri annarri á heimsleikum. Instagram/@anniethorisdottir Keppni um heimsmeistaratitil karla og kvenna í CrossFit hefst í dag í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum. Ísland á þrjá keppendur í aðalkeppninni í ár og það eru allt miklir reynsluboltar. Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Keppnin stendur yfir næstu fjóra daga og það er ljóst að það mun reyna mikið á keppendur þessa næstu daga. Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa um heimsmeistaratitil kvenna og Björgvin Karl Guðmundsson keppir um heimsmeistaratitil karla. Þetta eru þrettándu heimsleikar Anníe þar af þeir tólftu hjá henni í einstaklingskeppni en bæði Katrín Tanja og Björgvin Karl eru mætt á sína tíundu heimsleika. Fyrsta greinin í dag er fjallahjólakeppni. Heimsleikarnir hafa oft byrjað á útisundi í vatni við Madison en ekki í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Fjallajólakeppnin snýst um að fara sem flesta hringi á fjallahjóli á fjörutíu mínútum. Keppendur verða að keppa á Trek Bikes Marlin 8 fjallahjólum. Konurnar hefja keppni klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en karlarnir klukkutíma seinna. Athygli vekur að keppendur geta ekki hjólað inn í næsta hring heldur þurfa þá að fara af hjólinu og fera hjólið yfir hindrun og inn í næsta hring. Tvær aðrar greinar fara fram á þessum fyrsta degi. Fyrri greinin hefst klukkan 16.15 hjá konunum og klukkan 17.15 hjá körlunum. Lokagreinin hefst síðan klukkan 19.15 hjá konunum og klukkan 20.05 hjá körlunum. Sú fyrri er fjölþrautaræfing á leikvanginum þar sem þau þurfa meðal annars að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum, klára 25 upphífingar, fara fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá og henda þungum boltum hundrað sinnum upp fyrir ákveðið mark. Eftir það þurfa keppendur að fara aftur fimmtíu sinnum með tærnar upp í slá, klára aftur 25 upphífingar og enda síðan á því að velta svínslegu dýnunum tíu sinnum á ný. Þau hafa átján mínútur til að klára þetta. Lokagrein dagsins er síðan önnur þrautagrein þar sem reynir mikið á fimleikahæfileika keppenda um leið og þau eru í kappi við tímann. Þar þurfa keppendur þurfa meðal annars að ganga á höndum, gera handstöðulyftur og snúa sér í heilan hring í handstöðu. Það má sjá þessa krefjandi æfingu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira