Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:32 Eiríkur Bergmann segir töluverða gremju komna upp milli ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48
Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33
Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49