Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:32 Eiríkur Bergmann segir töluverða gremju komna upp milli ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
„Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48
Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33
Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49