Dúxaði í draumanáminu í Slóvakíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 14:03 Auður mælir tvímælalaust með læknanáminu í Martin í Slóvakíu. Auður Kristín Pétursdóttir Nýútskrifaði læknaneminn Auður Kristín Pétursdóttir gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist með hæstu einkunn frá alþjóðlega læknanáminu í Slóvakíska háskólanum Jessenius Faculty of Medicine. Síðan hún var lítil segist hún hafa heillast af starfi lækna á spítölum og vitað að ekkert annað nám kæmi til greina. „Það var aldrei planið að fara til Slóvakíu. Ég ætlaði alltaf í HÍ en komst ekki inn,“ segir Auður, aðspurð hvers vegna hún hafi valið að læra í Slóvakíu. „Ég þekkti stelpu sem var að fara á fimmta ár og strák á annað ár, svo ég ákvað bara að taka stökkið.“ Auður segist hafa verið mikið í mun að hefja draumanámið. Auður segist hafa ákveðið tíu ára gömul að hún ætlaði sér að læra læknisfræði. „Þegar ég kom fyrst inn á spítala þegar ég var lítil og sá hvernig læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir unnu heillaðist ég bara, og langaði að vera ein af þessu fólki,“ segir hún. Raungreinabraut í Menntaskólanum á Akureyri hafi síðan veitt henni góðan grunn undir læknanámið. Íslendingarnir samheldnir Íslendingasamfélagið í læknanáminu í Slóvakíu er að sögn Auðar mjög öflugt. Íslendingarnir haldi vel utan um hvern annan, sér í lagi þegar námsálag og heimþrá gera vart við sig. Um tvö hundruð Íslendingar ganga í háskólann, sem er staðsettur í sextíu þúsund manna bænum Martin. Bærinn er umkringdur fjallgarði sem Auður segir mikla fjallahlaupaparadís, sjálf æfi hún hlaup samhliða náminu. Auður að æfa ómskoðun á nýrum í skólanum.Auður Kristín Pétursdóttir Þá segir hún félagslífið í skólanum mikið. Nemendafélagið Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS) skipuleggi viðburði nær hverja helgi, auk árshátíðar og skíðaferðar ár hvert. Námið og hlaupið í forgangi Auður segir að með náminu hafi hún verið í hlaupahópi á vegum FÍLS. Eftir það hafi minni tími staðið eftir fyrir félagslíf. „Ég er smá allt eða ekkert týpa, og þegar ég er með eitthvað markmið þá legg ég mig alla fram í að ná því. Fyrir sumum er félagslífið mikilvægara og það er allt í lagi. Við erum öll ólík með mismunandi áherslur og markmið í lífinu,“ segir Auður. Hún segir að lykillinn að góðum árangri sé bæði að leggja sig allan fram og mæta undirbúinn í hvern einasta tíma, en engu að síður að finna sér góðan lærdómsfélaga. „Ég og kærasti minn erum búin að læra saman alla daga síðan á öðru ári,“ segir hún. Sá lærdómur skilaði svo sannarlega árangri en bæði hún og Gunnar, kærasti hennar, voru tvö af fjórum hæstu útskriftarnemunum. Auður og Gunnar útskrifuðust bæði með láði. Þau kynntust í byrjun fyrsta ársins í náminu og urðu síðar kærustupar.Auður Kristín Pétursdóttir Fyrsta árið í náminu segist Auður hafa komist að því að hægt væri að útskrifast með láði og ákveðið þá að hún skyldi ná því. Á öðru og þriðja ári hafi hún svo hlotið skólastyrk sem hæsti nemandi fær hverju sinni. „Þá ákvað ég að leggja mig alla fram,“ segir hún. Á útskriftarathöfninni var síðan tilkynnt að fjórir nemendur hefðu tekist að útskrifast með láði og voru Auður og Gunnar bæði í þeim hópi. Síðar hafi Auður fengið tölvupóst þess efnis að hún hafi hlotið hæstu einkunnina. Árgangurinn á útskriftardaginn.Auður Kristín Pétursdóttir Auður segir að nú taki við eins árs sérnámsgrunnur sem hún mun taka á Landspítalanum og Heilsugæslunni á Akureyri. Aðspurð hvað taki við að því loknu segist hún vera að íhuga fæðingar- og kvensjúkdómalækningar. Hún sé þó opin fyrir öllu. Háskólar Slóvakía Skóla- og menntamál Tímamót Íslendingar erlendis Dúxar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
„Það var aldrei planið að fara til Slóvakíu. Ég ætlaði alltaf í HÍ en komst ekki inn,“ segir Auður, aðspurð hvers vegna hún hafi valið að læra í Slóvakíu. „Ég þekkti stelpu sem var að fara á fimmta ár og strák á annað ár, svo ég ákvað bara að taka stökkið.“ Auður segist hafa verið mikið í mun að hefja draumanámið. Auður segist hafa ákveðið tíu ára gömul að hún ætlaði sér að læra læknisfræði. „Þegar ég kom fyrst inn á spítala þegar ég var lítil og sá hvernig læknarnir og hjúkrunarfræðingarnir unnu heillaðist ég bara, og langaði að vera ein af þessu fólki,“ segir hún. Raungreinabraut í Menntaskólanum á Akureyri hafi síðan veitt henni góðan grunn undir læknanámið. Íslendingarnir samheldnir Íslendingasamfélagið í læknanáminu í Slóvakíu er að sögn Auðar mjög öflugt. Íslendingarnir haldi vel utan um hvern annan, sér í lagi þegar námsálag og heimþrá gera vart við sig. Um tvö hundruð Íslendingar ganga í háskólann, sem er staðsettur í sextíu þúsund manna bænum Martin. Bærinn er umkringdur fjallgarði sem Auður segir mikla fjallahlaupaparadís, sjálf æfi hún hlaup samhliða náminu. Auður að æfa ómskoðun á nýrum í skólanum.Auður Kristín Pétursdóttir Þá segir hún félagslífið í skólanum mikið. Nemendafélagið Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS) skipuleggi viðburði nær hverja helgi, auk árshátíðar og skíðaferðar ár hvert. Námið og hlaupið í forgangi Auður segir að með náminu hafi hún verið í hlaupahópi á vegum FÍLS. Eftir það hafi minni tími staðið eftir fyrir félagslíf. „Ég er smá allt eða ekkert týpa, og þegar ég er með eitthvað markmið þá legg ég mig alla fram í að ná því. Fyrir sumum er félagslífið mikilvægara og það er allt í lagi. Við erum öll ólík með mismunandi áherslur og markmið í lífinu,“ segir Auður. Hún segir að lykillinn að góðum árangri sé bæði að leggja sig allan fram og mæta undirbúinn í hvern einasta tíma, en engu að síður að finna sér góðan lærdómsfélaga. „Ég og kærasti minn erum búin að læra saman alla daga síðan á öðru ári,“ segir hún. Sá lærdómur skilaði svo sannarlega árangri en bæði hún og Gunnar, kærasti hennar, voru tvö af fjórum hæstu útskriftarnemunum. Auður og Gunnar útskrifuðust bæði með láði. Þau kynntust í byrjun fyrsta ársins í náminu og urðu síðar kærustupar.Auður Kristín Pétursdóttir Fyrsta árið í náminu segist Auður hafa komist að því að hægt væri að útskrifast með láði og ákveðið þá að hún skyldi ná því. Á öðru og þriðja ári hafi hún svo hlotið skólastyrk sem hæsti nemandi fær hverju sinni. „Þá ákvað ég að leggja mig alla fram,“ segir hún. Á útskriftarathöfninni var síðan tilkynnt að fjórir nemendur hefðu tekist að útskrifast með láði og voru Auður og Gunnar bæði í þeim hópi. Síðar hafi Auður fengið tölvupóst þess efnis að hún hafi hlotið hæstu einkunnina. Árgangurinn á útskriftardaginn.Auður Kristín Pétursdóttir Auður segir að nú taki við eins árs sérnámsgrunnur sem hún mun taka á Landspítalanum og Heilsugæslunni á Akureyri. Aðspurð hvað taki við að því loknu segist hún vera að íhuga fæðingar- og kvensjúkdómalækningar. Hún sé þó opin fyrir öllu.
Háskólar Slóvakía Skóla- og menntamál Tímamót Íslendingar erlendis Dúxar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira