Sú stóra er framundan Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 11:45 Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli. Virðum umferðarreglurnar Umferðarreglur eru settar til að þetta stóra samvinnuverkefni okkar, umferðin, gangi vel fyrir sig og áfallalaust. Mikilvægt er að ökumenn virði hámarkshraða, taki ekki fram úr nema aðstæður leyfi, noti bílbelti, séu allsgáðir og veiti akstrinum fulla athygli. Ef fiktað er í síma undir stýri getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Rannsóknir sýna að ef fólk sendir textaskilaboð undir stýri þá eykst viðbragðstíminn umtalsvert og verður jafnvel enn hægari en hjá drukkinni manneskju. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Á 70 km hraða keyrir þú því næstum því 100 metra blindandi meðan þú skrifar. Á 90 km hraða eru það 125 metrar sem er lengra en heill fótboltavöllur. Líkur á slysi snaraukast en þegar þú notar síma undir stýri er 23 sinnum líklegra að þú lendir í slysi. Drukknir ökumenn og ökumenn í síma eiga það sameiginlegt að átta sig ekki á hversu skert hæfni þeirra sem ökumanna raunverulega er. Er þetta símafikt í alvörunni svona mikilvægt? Í upphafi skyldi endinn skoða Þegar kemur að akstri er mikilvægt að sýna fyrirhyggju. Nauðsynlegt er að bílstjóri sé vel úthvíldur og í stakk búinn til að stýra ökutæki. Mikið er í húfi og því er oft betra að leggja einfaldlega síðar af stað ef hvíldar er þörf. Lykilatriði er að gefa sér nægan tíma í umferðinni frekar en að taka óþarfa áhættu. Gott er að athuga ástand bílsins áður en lagt er af stað og þarf ástand ökutækis að vera í lagi áður en farið er í ferðalag og varadekk í skottinu. Þetta á bæði við um bíldekk og ferðavagna. Allir ferðavagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Einnig þarf að gæta þess að festa vel ferðavagna, hafa gott útsýni úr baksýnis- og hliðarspeglum og huga að veðurspá áður en lagt er af stað. Við mælum einnig með að hafa framrúðuplástur með í för ef svo óheppilega vill til að steinn skjótist í framrúðuna og skilji eftir sig stjörnu. Þá er hægt að smella plástri á stjörnuna þar til hægt er að athuga með viðgerð á rúðunni. Velkomið er að koma við í útibúum okkar hjá Sjóvá og sækja framrúðuplástra. Að lokum minnum við á að ganga vel frá heimilinu áður en lagt er af stað, læsa og huga að innbrotavörnum en innbrot færast oft í aukana þegar fólk fer í frí. Af litlum neista verður oft mikið bál Heilbrigð skynsemi fleytir okkur langt en þó er gott að minna á nokkur atriði sem gleymst geta í lífsins glaum. Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið og þá skapast aðstæður þar sem hætta getur verið á gróðureldum. Hiti, þurrkur og vindur auka hættuna á að lítil glóð geti breytt úr sér í þurrum gróðri og því er vert að gæta þess að fara varlega með eld í náttúrunni. Notkun á grillum ýmiss konar, svo sem kolagrillum, einnota grillum og holugrillum getur tendrað neistann. Glóð úr sígarettu, opinn eldur, varðeldar og neisti úr útblæstri bifreiðar geta einnig tendrað eld svo og neistaflug frá rafmagnsverkfærum. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát og kveikja ekki eld í viðkvæmum aðstæðum. Yfirskriftin ,,af litlum neista verður oft mikið bál“ er einnig eitthvað sem yfirfæra mætti á hegðun og vert að leggja upp með góð samskipti og þolinmæði að leiðarljósi nú þegar haldið er af stað í komandi ferðalög og á hátíðir. Ef við höldum áfram að tala í myndlíkingum þá er líka hægt að tendra neistann í huggulegra samhengi og líklega óhjákvæmilegt þessa stemningshelgi. En göngum hægt um gleðinnar dyr og sýnum hvort öðru virðingu og vinsemd. Það er miklu skemmtilegra. Góða verslunarmannahelgi! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Tryggingar Sjóvá Umferðaröryggi Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin. Þessa línu höfum við heyrt oft áður og varnaðarorð í aðdraganda verslunarmannahelgar. En sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Sér í lagi þegar stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur bæst við umferðina á vegum landsins. Við viljum að allir skili sér heilir heim og til þess að svo megi verða þurfum við að taka höndum saman um að fara varlega í akstri og öðru atferli. Virðum umferðarreglurnar Umferðarreglur eru settar til að þetta stóra samvinnuverkefni okkar, umferðin, gangi vel fyrir sig og áfallalaust. Mikilvægt er að ökumenn virði hámarkshraða, taki ekki fram úr nema aðstæður leyfi, noti bílbelti, séu allsgáðir og veiti akstrinum fulla athygli. Ef fiktað er í síma undir stýri getur það haft afdrifaríkar afleiðingar. Rannsóknir sýna að ef fólk sendir textaskilaboð undir stýri þá eykst viðbragðstíminn umtalsvert og verður jafnvel enn hægari en hjá drukkinni manneskju. Ef þú skrifar skilaboð undir stýri lítur þú af veginum í fimm sekúndur að meðaltali. Á 70 km hraða keyrir þú því næstum því 100 metra blindandi meðan þú skrifar. Á 90 km hraða eru það 125 metrar sem er lengra en heill fótboltavöllur. Líkur á slysi snaraukast en þegar þú notar síma undir stýri er 23 sinnum líklegra að þú lendir í slysi. Drukknir ökumenn og ökumenn í síma eiga það sameiginlegt að átta sig ekki á hversu skert hæfni þeirra sem ökumanna raunverulega er. Er þetta símafikt í alvörunni svona mikilvægt? Í upphafi skyldi endinn skoða Þegar kemur að akstri er mikilvægt að sýna fyrirhyggju. Nauðsynlegt er að bílstjóri sé vel úthvíldur og í stakk búinn til að stýra ökutæki. Mikið er í húfi og því er oft betra að leggja einfaldlega síðar af stað ef hvíldar er þörf. Lykilatriði er að gefa sér nægan tíma í umferðinni frekar en að taka óþarfa áhættu. Gott er að athuga ástand bílsins áður en lagt er af stað og þarf ástand ökutækis að vera í lagi áður en farið er í ferðalag og varadekk í skottinu. Þetta á bæði við um bíldekk og ferðavagna. Allir ferðavagnar eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Einnig þarf að gæta þess að festa vel ferðavagna, hafa gott útsýni úr baksýnis- og hliðarspeglum og huga að veðurspá áður en lagt er af stað. Við mælum einnig með að hafa framrúðuplástur með í för ef svo óheppilega vill til að steinn skjótist í framrúðuna og skilji eftir sig stjörnu. Þá er hægt að smella plástri á stjörnuna þar til hægt er að athuga með viðgerð á rúðunni. Velkomið er að koma við í útibúum okkar hjá Sjóvá og sækja framrúðuplástra. Að lokum minnum við á að ganga vel frá heimilinu áður en lagt er af stað, læsa og huga að innbrotavörnum en innbrot færast oft í aukana þegar fólk fer í frí. Af litlum neista verður oft mikið bál Heilbrigð skynsemi fleytir okkur langt en þó er gott að minna á nokkur atriði sem gleymst geta í lífsins glaum. Veðrið hefur leikið við okkur undanfarið og þá skapast aðstæður þar sem hætta getur verið á gróðureldum. Hiti, þurrkur og vindur auka hættuna á að lítil glóð geti breytt úr sér í þurrum gróðri og því er vert að gæta þess að fara varlega með eld í náttúrunni. Notkun á grillum ýmiss konar, svo sem kolagrillum, einnota grillum og holugrillum getur tendrað neistann. Glóð úr sígarettu, opinn eldur, varðeldar og neisti úr útblæstri bifreiðar geta einnig tendrað eld svo og neistaflug frá rafmagnsverkfærum. Því er mikilvægt að fara að öllu með gát og kveikja ekki eld í viðkvæmum aðstæðum. Yfirskriftin ,,af litlum neista verður oft mikið bál“ er einnig eitthvað sem yfirfæra mætti á hegðun og vert að leggja upp með góð samskipti og þolinmæði að leiðarljósi nú þegar haldið er af stað í komandi ferðalög og á hátíðir. Ef við höldum áfram að tala í myndlíkingum þá er líka hægt að tendra neistann í huggulegra samhengi og líklega óhjákvæmilegt þessa stemningshelgi. En göngum hægt um gleðinnar dyr og sýnum hvort öðru virðingu og vinsemd. Það er miklu skemmtilegra. Góða verslunarmannahelgi! Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar