Trump lýsir yfir sakleysi sínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. ágúst 2023 21:04 Gríðarlegur viðbúnaður var fyrir utan dómshúsið í Washington í dag. AP Photo/Julio Cortez Donald Trump hefur lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru á hendur honum vegna meintra tilrauna hans til þess að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum 2020. Fyrirtaka í máli hans fór fram í Washington D.C í kvöld. Í umfjöllun New York Times segir að forsetinn fyrrverandi hafi ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu að fyrirtöku lokinni. Hann hyggst ræða við fréttamenn á leiðinni frá borginni og aftur til síns heima í Flórída en síðast þegar hann var ákærður í New York hélt hann mikla ræðu eftir að hann gekk út úr dómsal. Eins og fram hefur komið hefur Trump verið ákærður fyrir að hafa reynt að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. Hann stóð frammi fyrir dómara í kvöld og lýsti yfir sakleysi í málinu. Næsta fyrirtaka í málinu verður þann 28. ágúst næstkomandi. Búist er við því að lögmenn Trump muni gera sitt besta til að tefja málaferlin, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Trump er nú í framboði til forseta og rær nú öllum árum að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Þar á Trump töluvert forskot á mótherja sína og segir í umfjöllun bandaríska miðilsins að ákæruvaldið reyni nú eftir sem fremsta megni að tryggja að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi fari fram eins fljótt og auðið er. Aðstoðarmenn Trump tali leynt og ljóst um að hann muni stöðva málaferlin verði hann kosinn forseti á næsta ári. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Í umfjöllun New York Times segir að forsetinn fyrrverandi hafi ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu að fyrirtöku lokinni. Hann hyggst ræða við fréttamenn á leiðinni frá borginni og aftur til síns heima í Flórída en síðast þegar hann var ákærður í New York hélt hann mikla ræðu eftir að hann gekk út úr dómsal. Eins og fram hefur komið hefur Trump verið ákærður fyrir að hafa reynt að hnekkja úrslitum í bandarísku forsetakosningunum árið 2020. Hann stóð frammi fyrir dómara í kvöld og lýsti yfir sakleysi í málinu. Næsta fyrirtaka í málinu verður þann 28. ágúst næstkomandi. Búist er við því að lögmenn Trump muni gera sitt besta til að tefja málaferlin, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Trump er nú í framboði til forseta og rær nú öllum árum að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Þar á Trump töluvert forskot á mótherja sína og segir í umfjöllun bandaríska miðilsins að ákæruvaldið reyni nú eftir sem fremsta megni að tryggja að réttarhöld yfir forsetanum fyrrverandi fari fram eins fljótt og auðið er. Aðstoðarmenn Trump tali leynt og ljóst um að hann muni stöðva málaferlin verði hann kosinn forseti á næsta ári.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira