Aaron Ramsdale opnar sig um fósturlát eiginkonu sinnar og fordóma í garð bróður síns Siggeir Ævarsson skrifar 3. ágúst 2023 23:45 Aaron Ramsdale átti ekki góða daga í janúar Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, opnaði sig um persónuleg málefni í aðsendri grein í Players Tribune í dag, þar sem hann greindi m.a. frá því að konan hans hafi misst fóstur í janúar. Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira
Ramsdale og eiginkona hans, Georgina, voru á heimleið til Lundúna eftir stutt frí í kjölfar heimsmeistaramótsins þegar ósköpin dundu yfir í flugferðinni heim. Ramsdale segir að það sé engin leið að lýsa sársaukanum sem þau upplifðu í þessu sex tíma flugi. Hann sagði aðeins örfáum nánum ættingjum og vinum frá því sem gerðist, sem og liðsfélögum sínum og stjóra liðsins, Mikel Arteta. Hann segir að álit hans á stjóranum hafi vaxið mikið, sem bauð honum að taka lengra frí, þrátt fyrir að liðið væri í erfiðri toppbaráttu og leikur framundan við Tottenham. Ramsdale afþakkaði fríið og spilaði leikinn gegn Tottenham þremur dögum síðar þar sem hann hélt hreinu og Arsenal fór með 2-0 sigur af hólmi. Stuðningsmenn Tottenham létu frammistöðu Ramsdale greinilega fara í taugarnar á sér en einn þeirra óð úr stúkunni og sparkaði í bakið á Ramsdale. Árásarmaðurinn fékk í kjölfarið fjögurra ára bann frá leikjum. Í greininni nefnir Ramsdale einnig að Oliver bróðir hans sé samkynhneigður. Hann hafi ekki talað um það opinberlega áður en honum þyki ástæða til þess núna vegna þess hvernig andrúmsloftið er oft og tíðum í fótboltanum. Hann hafi alltof oft bitið í tunguna á sér þegar einhver einhver segir eitthvað hómófóbískt í klefanum eða á samfélagsmiðlum en hann sé hættur því núna. Hann segir að það muni örugglega einhverjir segja: „Æji þegiðu Ramsdale og einbeittu þér að því að spila fótbolta.“ En í hans huga er þetta um fótbolta. Fótboltinn sé fyrir alla Pistil Ramsdale má lesa í heild sinni hér
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Sjá meira