Sjóliðar seldu leynilegar upplýsingar til Kína Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2023 11:06 Frá blaðamannafundi í Kaliforníu í gærkvöldi þar sem ákærurnar voru kynntar. AP/Meg McLaughlin Tveir bandarískir sjóliðar voru hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að senda viðkvæmar og leynilegar upplýsingar til kínverskra útsendara. Annar þeirra var handtekinn á miðvikudaginn þegar hann mætti í vinnu í flotastöðinni í San Diego en hinn vann í flotastöð í Kaliforníu. Mennirnir heita Jinchao Wei og Wenheng Zhao. Báðir menn hafa lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómara. Saksóknarar segja að hann hafi gert samkomulag við útsendara frá Kína í febrúar í fyrra og að hann hafi sent myndir og myndbönd af USS Essex, skipsins þar sem hann starfaði sem vélavörður, og öðrum herskipum til kínverska mannsins. Myndefnið fékk Wei af leynilegum gagnagrunni sem hann hafði aðgang að. Í staðinn er Wei, sem fæddist í Kína en fékk bandarískan ríkisborgararétt í maí í fyrra, sagður hafa fengið þúsundir dala, samkvæmt frétt CNN. Wei gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Zhao er sagður hafa veitt kínverskum útsendara aðgang að leynilegum upplýsingum frá ágúst 2021 til maí á þessu ári. Á meðal umræddra upplýsinga eru gögn um heræfingar á Indlands- og Kyrrahafi. Zhao starfaði við viðhald á tölvubúnaði í bandarískum herstöðvum en saksóknarar segja hann hafa tekið myndir af skjám sem sýndu leynileg gögn. Hann sendi einnig myndir og teikningar af bandarískum ratsjám í Japan. Zhao mun hafa fengið um fimmtán þúsund dali fyrir gögnin. Hann stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Segja Kínverja kræfa varðandi njósnir Saksóknarar segja handtökur Wei og Zhao vera til marks um aðgerðaáætlun Bandaríkjamann í að koma í veg fyrir þjófnað á leynilegum upplýsingum. Martin Estrada, saksóknari í Kaliforníu, sagði í gær að handtaka Zhao væri enn eitt dæmi um tilraunir Kínverja til að stela leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa um árabil varað við hættunni sem stafar af útsendurum frá Kína og fólki sem njósnar fyrir þá en á undanförnum árum hafa margir slíkir verið ákærðir fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Kína. Er þar um að ræða ríkisleyndarmál, viðskiptaleyndarmál og upplýsingar um nýja tækni. Bandaríkjamenn segja Kínverja sérstaklega kræfa í tilraunum sínum til njósna í Bandaríkjunum. Í fyrra voru þrettán kínverskir ríkisborgarar sakaðir um njósnir og ólögleg afskipti í Bandaríkjunum í þremur mismunandi málum. Sjá einnig: Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sögðu frá því árið 2021 að stofnað væri til nýrrar rannsóknar sem tengdist Kína á tíu klukkustunda fresti. Þá voru til rannsóknar um tvö þúsund mál sem talið var að rekja mætti til yfirvalda í Kína. Spjótin hafa einnig beinst að fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Nokkrir slíkir hafa verið gómaðir við njósnir fyrir Kínverja. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01 Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Mennirnir heita Jinchao Wei og Wenheng Zhao. Báðir menn hafa lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómara. Saksóknarar segja að hann hafi gert samkomulag við útsendara frá Kína í febrúar í fyrra og að hann hafi sent myndir og myndbönd af USS Essex, skipsins þar sem hann starfaði sem vélavörður, og öðrum herskipum til kínverska mannsins. Myndefnið fékk Wei af leynilegum gagnagrunni sem hann hafði aðgang að. Í staðinn er Wei, sem fæddist í Kína en fékk bandarískan ríkisborgararétt í maí í fyrra, sagður hafa fengið þúsundir dala, samkvæmt frétt CNN. Wei gæti verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Zhao er sagður hafa veitt kínverskum útsendara aðgang að leynilegum upplýsingum frá ágúst 2021 til maí á þessu ári. Á meðal umræddra upplýsinga eru gögn um heræfingar á Indlands- og Kyrrahafi. Zhao starfaði við viðhald á tölvubúnaði í bandarískum herstöðvum en saksóknarar segja hann hafa tekið myndir af skjám sem sýndu leynileg gögn. Hann sendi einnig myndir og teikningar af bandarískum ratsjám í Japan. Zhao mun hafa fengið um fimmtán þúsund dali fyrir gögnin. Hann stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist. Segja Kínverja kræfa varðandi njósnir Saksóknarar segja handtökur Wei og Zhao vera til marks um aðgerðaáætlun Bandaríkjamann í að koma í veg fyrir þjófnað á leynilegum upplýsingum. Martin Estrada, saksóknari í Kaliforníu, sagði í gær að handtaka Zhao væri enn eitt dæmi um tilraunir Kínverja til að stela leynilegum upplýsingum frá Bandaríkjunum. Embættismenn í Bandaríkjunum hafa um árabil varað við hættunni sem stafar af útsendurum frá Kína og fólki sem njósnar fyrir þá en á undanförnum árum hafa margir slíkir verið ákærðir fyrir að leka leynilegum upplýsingum til Kína. Er þar um að ræða ríkisleyndarmál, viðskiptaleyndarmál og upplýsingar um nýja tækni. Bandaríkjamenn segja Kínverja sérstaklega kræfa í tilraunum sínum til njósna í Bandaríkjunum. Í fyrra voru þrettán kínverskir ríkisborgarar sakaðir um njósnir og ólögleg afskipti í Bandaríkjunum í þremur mismunandi málum. Sjá einnig: Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Forsvarsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sögðu frá því árið 2021 að stofnað væri til nýrrar rannsóknar sem tengdist Kína á tíu klukkustunda fresti. Þá voru til rannsóknar um tvö þúsund mál sem talið var að rekja mætti til yfirvalda í Kína. Spjótin hafa einnig beinst að fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna. Nokkrir slíkir hafa verið gómaðir við njósnir fyrir Kínverja.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01 Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59 Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31 Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. 26. júlí 2023 00:01
Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári. 21. júní 2023 06:59
Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar. 8. júní 2023 17:31
Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5. júní 2023 10:31