Rænd á afmælisdaginn og ræninginn gengur laus Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 11:10 Ránið var framið á bílastæði í Eddufelli. Stöð 2/Einar Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn. „Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
„Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira