Þingmaður á rangri leið Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 4. ágúst 2023 11:01 Þann 2. ágúst sl. birtist á visir.is grein sem Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður skrifar undir. Greinin, sem ber undarlegt heiti innan gæsalappa, fjallar í stuttu máli um að þingmaðurinn telji það afar mikilvægt að þjóðvegurinn verði styttur. Sami þingmaður fékk birta grein sem hann skrifar líka undir í Vikublaðinu þann 18. apríl sl. þar sem hann, sem fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi, vildi ráðast í endurnýjun vegarins yfir Kjöl og það í einkaframkvæmd. Þær hugmyndir eru útaf fyrir sig ágætar, með upphaf og endi í núverandi mynd. Gera verður ráð fyrir því að flugvöllum landsins sé borgið um sinn fyrst háttvirtur þingmaður hefur ákveðið að snúa sér að öðrum jafn aðkallandi verkefnum. Að sinni verður það látið liggja á milli hluta að þingmaðurinn var þarna í fyrsta og eina skiptið á hans þingmannsferli fyrsti flutningsmaður tillögu á Alþingi. Hefur þó ekkert spurst til framkvæmda við endurnýjun Kjalvegar. Hitt málið sem þingmaðurinn er upptekinn af þessa dagana er að stytta hringveginn. Hugmyndir þingmannsins, sem reyndar eru fjarri því að vera hans í grunninn, eru að ráðist verði í framkvæmd svokallaðrar „Húnavallaleiðar“. Í þeirri framkvæmd felst að hringvegurinn muni ekki liggja í gegnum Blönduós heldur í gegnum blómlegar sveitir ofan byggðarlagsins og tengjast svo núverandi þjóðvegi í Langadal aftur um það bil um miðjan dalinn. Í áðurnefndri grein þingmannsins á visir.is er hvergi vikið að hagsmunum sveitarfélaganna, íbúa eða fyrirtækja heldur látið við það sitja að vitna til skýrslu Vegagerðarinnar frá árinu 2011 og til þess vísað að „arðsemin“ sé svo mikil að það hljóti að liggja í augum uppi að farið verði í þessa framkvæmd strax. Ekki verður hér gert lítið úr því að umferðaröryggi og styttri ferðatími skipta máli en umrædd framkvæmd myndi stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Akureyrar um 14 kílómetra. Ef miðað er við að ekið sé á löglegum hraða er þetta stytting um heilar 9 mínútur sem auðvitað geta skipt alla þá sem aka umrædda leið oft á dag miklu máli. Þingmaðurinn, sem þó er þingmaður Norðurlands, lítur algjörlega framhjá því að með umræddum hugmyndum um að færa veglínu hringvegarins fjær byggðarlögunum yrði fótunum kippt undan einni mikilvægustu atvinnugrein héraðsins. Ferðaþjónusta hefur verið í mikilli sókn víða á svæðinu undanfarin ár og mörg áhugaverð verkefni í bígerð. Að einhverju leyti treysta þeir aðilar sem að ferðaþjónustu standa á umferð ferðamanna í gegnum héraðið líkt og Egilsstaðir, Selfoss, Hveragerði og fleiri bæjarfélög sem byggst hafa upp í kringum ferðaþjónustu og umferð ferðamanna um bæjarhlaðið. Af einhverjum ástæðum telur þingmaðurinn að það sé “forgangsmál að koma Húnavallaleið í nýja samgönguáætlun”, svo vitnað sé beint í niðurlag greinar hans. Væntanlega telur þingmaðurinn þá að einbreiðar brýr og hættulegir fjallvegir víða um land séu ekki jafn mikið “forgangsmál”? Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu innviðaráðherra um um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 auk aðgerðaráætlunar vegna áranna 2022-2026. Í fyrsta kafla nefndrar þingsályktunartillögu er fjallað um framtíðarsýn og meginmarkmið en þar segir m.a. að það sé eitt af meginmarkmiðum tillögunnar að byggðir og sveitarfélög landsins verði sjálfbær. Þá segir þar ennfremur að stefnt skuli að því að í öllum landshlutum verði [...] „blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna og búsetufrelsi með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu, húsnæði og fjölbreyttum atvinnutækifærum“. Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis fjallaði um málið í alls sex skipti á tímabilinu frá 19. maí til 13. júní 2022 en Njáll Trausti á sæti í nefndinni. Ekki verður séð af fundargerðum nefndarinnar að þingmaðurinn hafi nokkru sinni hreyft andmælum við tillögunni né verið sérstaklega mótfallinn þeim markmiðum sem að stefnt var að og rakin hafa verið hér að ofan. Það vekur því óneitanlega furðu að þingmaðurinn skuli nú, rétt um ári seinna, tala gegn markmiðum tillögunnar og leitast um leið við að draga máttinn úr þeim fjölmörgu aðilum sem lagt hafa mikið undir við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Það hlýtur að verða að gera þá kröfu að þingmaðurinn útskýri hvað honum gengur til. Hann hefur í öllu falli ekki haft samband við heimamenn til þess að ræða sínar hugmyndir. Höfundur er forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Vegagerð Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 2. ágúst sl. birtist á visir.is grein sem Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður skrifar undir. Greinin, sem ber undarlegt heiti innan gæsalappa, fjallar í stuttu máli um að þingmaðurinn telji það afar mikilvægt að þjóðvegurinn verði styttur. Sami þingmaður fékk birta grein sem hann skrifar líka undir í Vikublaðinu þann 18. apríl sl. þar sem hann, sem fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi, vildi ráðast í endurnýjun vegarins yfir Kjöl og það í einkaframkvæmd. Þær hugmyndir eru útaf fyrir sig ágætar, með upphaf og endi í núverandi mynd. Gera verður ráð fyrir því að flugvöllum landsins sé borgið um sinn fyrst háttvirtur þingmaður hefur ákveðið að snúa sér að öðrum jafn aðkallandi verkefnum. Að sinni verður það látið liggja á milli hluta að þingmaðurinn var þarna í fyrsta og eina skiptið á hans þingmannsferli fyrsti flutningsmaður tillögu á Alþingi. Hefur þó ekkert spurst til framkvæmda við endurnýjun Kjalvegar. Hitt málið sem þingmaðurinn er upptekinn af þessa dagana er að stytta hringveginn. Hugmyndir þingmannsins, sem reyndar eru fjarri því að vera hans í grunninn, eru að ráðist verði í framkvæmd svokallaðrar „Húnavallaleiðar“. Í þeirri framkvæmd felst að hringvegurinn muni ekki liggja í gegnum Blönduós heldur í gegnum blómlegar sveitir ofan byggðarlagsins og tengjast svo núverandi þjóðvegi í Langadal aftur um það bil um miðjan dalinn. Í áðurnefndri grein þingmannsins á visir.is er hvergi vikið að hagsmunum sveitarfélaganna, íbúa eða fyrirtækja heldur látið við það sitja að vitna til skýrslu Vegagerðarinnar frá árinu 2011 og til þess vísað að „arðsemin“ sé svo mikil að það hljóti að liggja í augum uppi að farið verði í þessa framkvæmd strax. Ekki verður hér gert lítið úr því að umferðaröryggi og styttri ferðatími skipta máli en umrædd framkvæmd myndi stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Akureyrar um 14 kílómetra. Ef miðað er við að ekið sé á löglegum hraða er þetta stytting um heilar 9 mínútur sem auðvitað geta skipt alla þá sem aka umrædda leið oft á dag miklu máli. Þingmaðurinn, sem þó er þingmaður Norðurlands, lítur algjörlega framhjá því að með umræddum hugmyndum um að færa veglínu hringvegarins fjær byggðarlögunum yrði fótunum kippt undan einni mikilvægustu atvinnugrein héraðsins. Ferðaþjónusta hefur verið í mikilli sókn víða á svæðinu undanfarin ár og mörg áhugaverð verkefni í bígerð. Að einhverju leyti treysta þeir aðilar sem að ferðaþjónustu standa á umferð ferðamanna í gegnum héraðið líkt og Egilsstaðir, Selfoss, Hveragerði og fleiri bæjarfélög sem byggst hafa upp í kringum ferðaþjónustu og umferð ferðamanna um bæjarhlaðið. Af einhverjum ástæðum telur þingmaðurinn að það sé “forgangsmál að koma Húnavallaleið í nýja samgönguáætlun”, svo vitnað sé beint í niðurlag greinar hans. Væntanlega telur þingmaðurinn þá að einbreiðar brýr og hættulegir fjallvegir víða um land séu ekki jafn mikið “forgangsmál”? Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu innviðaráðherra um um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 auk aðgerðaráætlunar vegna áranna 2022-2026. Í fyrsta kafla nefndrar þingsályktunartillögu er fjallað um framtíðarsýn og meginmarkmið en þar segir m.a. að það sé eitt af meginmarkmiðum tillögunnar að byggðir og sveitarfélög landsins verði sjálfbær. Þá segir þar ennfremur að stefnt skuli að því að í öllum landshlutum verði [...] „blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna og búsetufrelsi með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu, húsnæði og fjölbreyttum atvinnutækifærum“. Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis fjallaði um málið í alls sex skipti á tímabilinu frá 19. maí til 13. júní 2022 en Njáll Trausti á sæti í nefndinni. Ekki verður séð af fundargerðum nefndarinnar að þingmaðurinn hafi nokkru sinni hreyft andmælum við tillögunni né verið sérstaklega mótfallinn þeim markmiðum sem að stefnt var að og rakin hafa verið hér að ofan. Það vekur því óneitanlega furðu að þingmaðurinn skuli nú, rétt um ári seinna, tala gegn markmiðum tillögunnar og leitast um leið við að draga máttinn úr þeim fjölmörgu aðilum sem lagt hafa mikið undir við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Það hlýtur að verða að gera þá kröfu að þingmaðurinn útskýri hvað honum gengur til. Hann hefur í öllu falli ekki haft samband við heimamenn til þess að ræða sínar hugmyndir. Höfundur er forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Húnabyggð.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun