Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 08:03 Mikið hefur gengið á hjá íslensku skátunum í Suður-Kóreu sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Sigrún María Bjarnadóttir Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira