Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 09:00 Mohamed Toumba, einn af hermönnum herforingjastjórnarinnar, ávarpar stuðningsmenn stjórnarinnar í Niamey í Níger í gær. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. Ríkissjónvarp Níger greindi frá lokun lofthelginnar í gærkvöldi. Það var nokkrum klukkustundum áður en nálínan (e. deadline) sem Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf herforingjastjórninni fyrir viku síðan rann út. Bandalagið hafði gefið stjórninni viku, eða til 6. ágúst, til þess að setja Mohamed Bazoum, forsetann sem var steypt af stóli, aftur í embætti ella mæta hervaldi. Ofurstinn Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, varaði við „ógninni um íhlutun sem er verið að undirbúa í nágrannalandi“ og sagði að lofthelgi Níger yrði lokað uns annað verður ákveðið. Herforingjastjórnin segir að tvö miðafríkuríki hafa gengið til liðs við þær þjóðir sem eru að undirbúa árás á Níger. Ekki kemur fram hvaða lönd það eru. Það er ekki ljóst hvað ECOWAS gerir nú þegar fresturinn sem bandalagið gaf herforingjastjórninni er runninn út. Níger var álitið af Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum löndum sem einn síðasti félagi þeirra í hryðjuverkavörnum á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara þar sem hópar tengdir al-Qaeda og íslamska ríkinu hafa verið að breiða úr sér. Framtíð um 1.500 franskra hermanna og um 1.100 bandarískra hermanna í Níger er nú í lausu lofti. Herforingjastjórnin hefur að minnsta kosti slitið öll tengsl við Frakka hvað varðar öryggisaðgerðir. Níger Tengdar fréttir Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Ríkissjónvarp Níger greindi frá lokun lofthelginnar í gærkvöldi. Það var nokkrum klukkustundum áður en nálínan (e. deadline) sem Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf herforingjastjórninni fyrir viku síðan rann út. Bandalagið hafði gefið stjórninni viku, eða til 6. ágúst, til þess að setja Mohamed Bazoum, forsetann sem var steypt af stóli, aftur í embætti ella mæta hervaldi. Ofurstinn Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, varaði við „ógninni um íhlutun sem er verið að undirbúa í nágrannalandi“ og sagði að lofthelgi Níger yrði lokað uns annað verður ákveðið. Herforingjastjórnin segir að tvö miðafríkuríki hafa gengið til liðs við þær þjóðir sem eru að undirbúa árás á Níger. Ekki kemur fram hvaða lönd það eru. Það er ekki ljóst hvað ECOWAS gerir nú þegar fresturinn sem bandalagið gaf herforingjastjórninni er runninn út. Níger var álitið af Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum löndum sem einn síðasti félagi þeirra í hryðjuverkavörnum á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara þar sem hópar tengdir al-Qaeda og íslamska ríkinu hafa verið að breiða úr sér. Framtíð um 1.500 franskra hermanna og um 1.100 bandarískra hermanna í Níger er nú í lausu lofti. Herforingjastjórnin hefur að minnsta kosti slitið öll tengsl við Frakka hvað varðar öryggisaðgerðir.
Níger Tengdar fréttir Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07