„Andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. ágúst 2023 19:36 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kenndi andlegri þynnku um tap liðsins gegn Val í Bestu deild karla í dag. „Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“ Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Sanngjarn sigur Valsmanna, ég var svekktur með fyrri hálfleikinn. Við náðum ekki alveg upp þessu orkustigi sem þarf, þannig að ég er óánægður með hann. Ég er hins vegar ánægður með seinni hálfleikinn, ánægður með þá sem koma inn á og við náum að skora tvö mörk gegn Val á útivelli sem er bara mjög gott. En að fá fjögur mörk á sig er of mikið og allavega tvö þeirra hefðum við átt að koma í veg fyrir“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 4-2 tap sinna manna gegn Val. KA menn eru undir miklu leikjaálagi þessa dagana, þreytan er farin að setjast á mannskapinn og lykilmenn eru að glíma við meiðsli. Auk þess var Dusan Birkovic í leikbanni í kvöld, Hrannar Björn og Rodri stóðu vaktina í hjarta varnarinnar í dag, en þeir eru að upplagi ekki miðverðir. „Það er rétt að við erum að grafa djúpt í hópinn og maður kemur bara með þá leikmenn sem maður treystir best og hefur trú á að geti unnið. Það eru ekkert öll lið sem skora tvö mörk hérna á Valsvellinum, en varnarlega vorum við ekki nógu sterkir. Vorum að bregðast við of seint og það vantaði eitthvað orkustig.“ Þjálfarinn viðurkennir að liðið sé þreytt og hafi ekki spilað af fullri orku í dag. „KA er bara á tímabili sem er öðruvísi, erum að keppa á þremur vígstöðum, ferðast endalaust í Evrópukeppnum og það var kannski svolítil andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram. Maður reynir að berja menn áfram í að koma og halda orkustiginu uppi. En mér fannst það vanta aðeins í fyrri hálfleik.“ Hallgrímur segist spenntur fyrir komandi átökum. KA mætir Club Brugge frá Belgíu næstu tvo fimmtudaga, þess á milli spila þeir við Breiðablik í Bestu deildinni. Hann segir sigurlíkurnar litlar en hefur þó trú á sínu liði. „Þetta er bara æðislegt, þetta er þar sem við viljum vera. Erum að fá frábæra leiki, Club Brugge er risa klúbbur og við erum bara ótrúlega ánægðir að fá að upplifa þetta. Þetta er ekkert flókið, þeir eru sigurstranglegri en við, en annað eins hefur nú gerst. Þannig að við förum bara og gerum allt sem við getum til að þetta detti okkar megin.“
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag. 7. ágúst 2023 19:04
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó