Kertafleytingar til minningar um fórnarlömb sprenginganna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2023 10:13 Frá kertafleytingu við Tjörnina í Reykjavík árið 2021. Vísir/Snorri Íslenskir friðarsinnar standa fyrir kertafleytingu víða um land annað kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan við lok síðari heimsstyrjaldar árið 1945. Minnt er á að kjarnorkusprengjur eru stöðug ógn við heimsbyggðina. „78 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var fyrst beitt í hernaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir atburðir og aðdragandi þeirra eru til umfjöllunar í vinsællri kvikmynd, Oppenheimer, sem vakið hefur mikla athygli. En kjarnorkuvopn eru meira en bara sagnfræðilegt efni. Þau eru hluti af daglegum veruleika og sífelld ógn við framtíð jarðar. Má þar nefna yfirstandandi stríð í Úkraínu þar sem beitingu þeirra hefur verið hótað ef átök stigmagnast enn frekar,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum friðarsinnum. Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmist farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkva á einstökum stöðum. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin klukkan 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA. Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga klukkan 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp. Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp. Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00. Pétur Kristjánsson flytur ávarp. Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Reykjavík Tengdar fréttir „Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„78 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var fyrst beitt í hernaði í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þeir atburðir og aðdragandi þeirra eru til umfjöllunar í vinsællri kvikmynd, Oppenheimer, sem vakið hefur mikla athygli. En kjarnorkuvopn eru meira en bara sagnfræðilegt efni. Þau eru hluti af daglegum veruleika og sífelld ógn við framtíð jarðar. Má þar nefna yfirstandandi stríð í Úkraínu þar sem beitingu þeirra hefur verið hótað ef átök stigmagnast enn frekar,“ segir í tilkynningu frá Íslenskum friðarsinnum. Íslenskir friðarsinnar hafa allt frá árinu 1985 fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samkomur þessar hafa ýmist farið fram þann 6. ágúst eða 9. ágúst. Að þessu sinni verður Nagasakí-dagurinn, miðvikudagurinn 9. ágúst, fyrir valinu. Fleytt verður á fjórum stöðum á landinu, en rétt er að gæta að því að tímasetningar eru örlítið frábrugðnar frá einum stað til annars, sem skýrist m.a. af því hvenær fer að rökkva á einstökum stöðum. Í Reykjavík verður safnast saman við suðvesturenda Tjarnarinnar og hefst fleytingin klukkan 22:30. Einar Ólafsson skáld og bókavörður flytur ávarp. Eyrún Ósk Jónsdóttir les friðarljóð. Fundarstjóri verður Guttormur Þorsteinsson formaður SHA. Á Ísafirði koma friðarsinnar saman við Neðstakaupstað á Suðurtanga klukkan 22:00. Harpa Henrýsdóttir flytur ávarp. Á Akureyri verður kertafleytingin við Leirutjörn kl. 22:00. Guðrún Þórsdóttir flytur ávarp. Austfirðingar láta ekki sitt eftir liggja. Þar verður kertafleyting við Lónið á Seyðisfirði og hefst kl. 22:00. Pétur Kristjánsson flytur ávarp.
Seinni heimsstyrjöldin Kjarnorka Reykjavík Tengdar fréttir „Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01 Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
„Í lífinu er ekkert grand plan“ Sigurjón Sighvatsson er fluttur frá Hollywood og var nýlega verðlaunaður fyrir frumraun sína í leikstjórn. Hann er samt enn á fullu í kvikmyndaframleiðslu þó hann hafi tyllt sér aðeins í leikstjórastólinn. Í haust kemur hrollvekja eftir Yrsu í bíó og fleiri myndir eru handan við hornið. 30. júlí 2023 07:01
Methelgi í íslenskum kvikmyndahúsum sem rökuðu inn 43 milljónum Íslendingar streymdu í kvikmyndahús um helgina á stórmyndirnar Barbie og Oppenheimer og úr varð stærsta opnunarhelgi í íslenskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Þetta sýna tölur Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK). 24. júlí 2023 15:52