Greint hefur verið rá því að Lopetegui hafi verið afar ósáttur við metnaðarleysi félagsins og félagið hefur vitað í einhvern tíma að þessi 56 ára gamli Spánverji hafi viljað yfirgefa liðið.
Í tilkynningu frá Wolves kemur fram að félagið viðurkenni og samþykki mismunandi skoðanir sínar um ákveðin atriði, og að allir aðilar hafi verið sammála um að besta lausnin væri að Lopetegui myndi láta af störfum.
Enska úrvalsdeildin hefst eftir aðeins þrjá daga þegar Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City, en fyrsti leikur Wolves er hins vegar ekki fyrr en á mánudaginn þegar liðið heimsækir Manchester United.
Félagið hefur því sex daga til að finna eftirmann Lopetegui, en talið er líklegt að Gary O'Neill, fyrrverandi þjálfari Bournemouth, taki við stjórnartaumunum.