Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2023 08:45 Stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar í Níger veifa rússneskum fána. Vangaveltur hafa verið uppi um að stjórnin gæti óskað eftir liðsauka rússneska málaliðahersins Wagner-hópsins. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. Samninganefndir frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ætluðu til Níger til þess að reyna að miðla málum í gær. Herforingjastjórnin synjaði þeim hins vegar um leyfi fyrir því að koma og vísaði til öryggisástæðna. Nágrannaríkin í ECOWAS hafa krafist þess að herforingjastjórnin skili völdunum aftur til Bazoum forseta sem hún steypti af stóli og er með í haldi. Hótuðu þau að beita hervaldi ef herforingjastjórnin gerði það ekki fyrir síðasta sunnudag. Bandalagið er þó klofið þar sem Malí og Búrkína Fasó, sem bæði eru undir herforingjastjórnum, standa með valdaræningjunum og segja að árás á Níger yrði árás á þau. Eftir að samninganefndunum var vísað frá sagðist ECOWAS í yfirlýsingu leita friðsamlegrar lausnar og gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma aftur á lögmætu stjórnarfari í Níger. Bandalagið ætlar að funda um málefni Nígers í Abuja í Nígeríu á morgun. Valdaræningjarnir tóku dræmt í umleitanir Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þeir tækju þátt í viðræðum um friðsama lausn á ástandinu og kæmu aftur á réttarríki þegar hún fundaði með þeim á mánudag. Fyrrverandi ráðherra gerður forsætisráðherra Herforingjastjórnin skipaði Ali Mahaman Lamine Zeine, hagfræðing og fyrrverandi efnahags- og fjármálaráðherra, sem forsætisráðherra á mánudag. Fleiri ráðherrar hafa verið tilnefndir í ríkisstjórn. Zeine þessi var hluti af ríkisstjórn sem var steypt af stóli í öðru valdaráni hersins árið 2010. „Myndun ríkisstjórnar er þýðingarmikil og sendir að minnsta kosti þjóðinni þau skilaboð að þeir séu með áætlun og stuðning frá ríkisstjórninni,“ segir Aneliese Bernard, sérfræðingur í málefnum Afríku frá ráðgjafarstofnuninni Strategic Stabilization Advisors, við AP-fréttastofuna. Níger Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Samninganefndir frá Sameinuðu þjóðunum, Afríkubandalaginu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) ætluðu til Níger til þess að reyna að miðla málum í gær. Herforingjastjórnin synjaði þeim hins vegar um leyfi fyrir því að koma og vísaði til öryggisástæðna. Nágrannaríkin í ECOWAS hafa krafist þess að herforingjastjórnin skili völdunum aftur til Bazoum forseta sem hún steypti af stóli og er með í haldi. Hótuðu þau að beita hervaldi ef herforingjastjórnin gerði það ekki fyrir síðasta sunnudag. Bandalagið er þó klofið þar sem Malí og Búrkína Fasó, sem bæði eru undir herforingjastjórnum, standa með valdaræningjunum og segja að árás á Níger yrði árás á þau. Eftir að samninganefndunum var vísað frá sagðist ECOWAS í yfirlýsingu leita friðsamlegrar lausnar og gera allt sem í valdi þess stæði til þess að koma aftur á lögmætu stjórnarfari í Níger. Bandalagið ætlar að funda um málefni Nígers í Abuja í Nígeríu á morgun. Valdaræningjarnir tóku dræmt í umleitanir Victoriu Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að þeir tækju þátt í viðræðum um friðsama lausn á ástandinu og kæmu aftur á réttarríki þegar hún fundaði með þeim á mánudag. Fyrrverandi ráðherra gerður forsætisráðherra Herforingjastjórnin skipaði Ali Mahaman Lamine Zeine, hagfræðing og fyrrverandi efnahags- og fjármálaráðherra, sem forsætisráðherra á mánudag. Fleiri ráðherrar hafa verið tilnefndir í ríkisstjórn. Zeine þessi var hluti af ríkisstjórn sem var steypt af stóli í öðru valdaráni hersins árið 2010. „Myndun ríkisstjórnar er þýðingarmikil og sendir að minnsta kosti þjóðinni þau skilaboð að þeir séu með áætlun og stuðning frá ríkisstjórninni,“ segir Aneliese Bernard, sérfræðingur í málefnum Afríku frá ráðgjafarstofnuninni Strategic Stabilization Advisors, við AP-fréttastofuna.
Níger Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09