Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 17:15 Bjarni Benediktsson er ekki hrifinn af frekari skattlagningu á íslensk fjármálafyrirtæki. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Þetta sagði Bjarni meðal annars í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Til umræðu voru hugmyndir um sérstaka skattlagningu á hagnað banka sem er tilkominn vegna vaxtatekna í því vaxtaumhverfi sem nú er. Íslensku bankarnir högnuðust á fyrri helmingi þessa árs um tugi milljarða sem skýrist einkum af hærri vöxtum. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í gær að leggja slíkan hvalrekaskatt á bankana þar í landi og sagði Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að til greina komi að leggja á sambærilegan skatt hér á landi. Bjarni hóf viðtalið á að telja upp þá sérstöku skatta sem fyrri eru og leggjast á fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar á meðal viðbótarskatt á fjármálafyrirtæki sem hagnast um meira en milljarð, bankaskatt sem og sérstakan fjársýsluskatt. „Þegar við skoðum þessa skatta og berum saman við þá skatta sem er verið að ræða um á Ítalíu, sem leggjast á hluta starfsemi bankanna þar, eins og þetta hefur verið kynnt, þá sýnist mér skattarnir hér heima líklega hærri. Nú erum við að tala um skatta sem eru sérstakir á íslensk fjármálafyrirtæki og eru þegar í gildi,“ sagði Bjarni í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Bankarnir liggi vel við höggi Þá nefnir Bjarni ýmsar reglur um íslenska fjármálakerfið sem settar hafi verið í varúðarskyni eftir bankahrun, reglur um há eiginfjárhlutföll bankanna og áhættumat. „Þegar þetta tvennt er lagt saman þá verð ég að segja að við erum þegar með töluvert miklar kvaðir á íslenska bankakerfið. Ég leyfi mér að efast um það að ef við myndum koma með viðbótarskattlagningu á íslenska fjármálakerfið, að það væri til þess fallið að bæta hag heimilanna eða fyrirtækja í landinu í viðskiptakjörum. Ég sé ekki hvernig það ætti að vera,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Hins vegar eru menn iðulega með hugmyndir um ný útgjaldamál og þá er í sömu andrá komið með hugmyndir að nýjum sköttum. Einhverra hluta vegna liggja bankarnir oft vel við höggi í því sambandi.“ Spurður hvort að heimilin blæði fyrir vaxtamun, á meðan bankarnir hagnist gríðarlega segir Bjarni: „Það er rétt að vaxtamunur hefur verið að aukast á Íslandi. Hann hefur samt ekki hækkað jafn mikið og víðast annars staðar.“ Skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til að auka áhuga fjárfesta Sama staða sé ekki uppi hér á Íslandi og Ítalíu, sem dæmi. Þegar hagnaður bankanna sé skoðaður verði að gera það í samhengi við það eigið fé sem sé búið að binda í bankakerfinu. „Þegar við skoðum það í því ljósi er arðsemin af því fjármagni sem er bundið í íslenska fjármálakerfinu ekki umfram það sem gildir annar staðar,“ segir Bjarni. Það skipti máli að skattkerfið sé fyrirsjáanlegt til þess að auka áhuga á því að fjárfesta í íslenska bankakerfinu. „Nú höfum við verið sammála um að losa um hlut ríkisins í Íslandsbanka og klára þá sölu þegar fram í sækir. Hugmyndir um að breyta skattaumhverfinu eru held ég ekki góðar til að auka áhuga manna. Sérstaklega þegar þær hugmyndir bætast ofan á aðra sérstaka skatta. Ég sé ekki þörfina eða að tilgangurinn sé nægur með þessum hugmyndum.“ Frekar skuli stjórnvöld einbeita sér að því að missa ekki stjórn á útgjöldum og standa með heimilunum þegar „þess gerist þörf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira