Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í nýrri samgönguáætlun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 21:59 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis ritar undir umsögn fyrirtækis síns. Vísir/Arnar Lækningavörufyrirtækið Kerecis lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun og segir Vestfirði áfram verða jaðarsetta, verði hún að veruleika. Fyrirtækið segir skattgreiðslur af nýlegri sölu fyrirtækisins duga einar og sér til að koma vegum landshlutans, sem eru sagðir með öllu óviðunandi, í viðunandi horf. Þetta kemur fram í umsögn fyrirtækisins um samgönguáætlun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Undir umsögnina ritar forstjórinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til næstu fimmtán ára í júní. Þar er gert ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. Kerecis var í júlí á þessu ári selt danska fyrirtækinu Coloplast á 176 milljarða íslenskra króna.vísir/arnar Skatttekjur Kerecis dugi til að koma vegasamgöngum í lag Í umsögn Kerecis segir að vegakerfi Vestfjarða sé það lang lakasta á landinu og svo verði staðan ennþá árið 2038. „Vestfirðir þurfa að njóta forgangs þegar fjármunum til samgöngumála er úthlutað þannig að hægt sé að vinna upp þá samgönguskuld sem byggst hefur upp á svæðinu frá upphafi vegagerðar á Íslandi,“ segir í umsögninni.“ Þá er fjallað um skatttekjur sem muni hljótast af sölu Kerecis til danska fyrirtækisins Koloplast, sem og tekjur af laxeldi og öðrum atvinnugreinum muni nema 150 milljörðum króna „innan nokkurra ára“. Þessar tvær atvinnugreinar hafi auk þess snúið við neikvæðri íbúaþróun á síðust árum. „Útflutningsverðmæti af fiskafurðum snarhækkar, áhrifin á gengi krónunnar eru jákvæð og skattsporið af starfseminni er stórt. Þannig má færa rök fyrir því, að skattgreiðslur í kjölfar nýlegrar sölu Kerecis dugi einar og sér til að koma vegasamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í viðunandi horf.“ Vestfjarðarlína Lagt er til nútíma gatnakerfi sem er sagt „leiðrétta samgönguskuld“ sem hafi orðið til við Vestfirði undanfarna áratugi. Úr umsögn Kerecis. Rautt: „Vestfjarðalína“, láglendisvegur til höfuðborgarsvæðisins. Svart: Jarðgöng á meginlínu. Fjólublátt: Jarðgöng á hliðarlínu.skjáskot „Hún er grunnur þess að efnahagsævintýrið sem er í uppsiglingu á Vestfjörðum haldi áfram og byggir á borgararéttindum Vestfirðinga, þörfum atvinnulífs og mannlífs á Vestfjörðum. Vestfjarðarlínan samanstendur af nútíma gatnakerfi með þremur meginjarðgöngum (Brattabrekka, Klettsháls, Dynjandisheiði) og þremur bæjarfélagajarðgöngum sem tengja Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal og Súðavík með láglendisveg við Vestjarðalínuna. Drögin að samgönguáætlun ganga miklu skemur að umfangi en Vestfjarðarlínan sem er óásættanlegt.“ Efnahagsævintýri sem verður að halda áfram Þá segir að samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar. „Höfuðstaðir landshlutanna gegna mikilvægu hlutverki og brýnt að opinberir aðilar gæti jafnræðis við úthlutun fjár sem á að auka lífsgæði íbúa. Samgöngusamanburður við Akureyri er afar óhagstæður fyrir Ísafjörð, bæði varðandi vega- og flugsamgöngur.“ Að lokum segir: „Til að þetta efnahagsævintýri geti haldið áfram og vægi Vestjarða náð aftur sínum fyrri styrk, og borgaraleg réttindi Vestfirðinga varðandi samgöngur til jafns við aðra nái fram, er lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Núverandi drög að samgönguáætlun gera það ekki og er áætlunin því ósásættanleg.“ Ísafjarðarbær Byggðamál Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn fyrirtækisins um samgönguáætlun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda. Undir umsögnina ritar forstjórinn Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til næstu fimmtán ára í júní. Þar er gert ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. Kerecis var í júlí á þessu ári selt danska fyrirtækinu Coloplast á 176 milljarða íslenskra króna.vísir/arnar Skatttekjur Kerecis dugi til að koma vegasamgöngum í lag Í umsögn Kerecis segir að vegakerfi Vestfjarða sé það lang lakasta á landinu og svo verði staðan ennþá árið 2038. „Vestfirðir þurfa að njóta forgangs þegar fjármunum til samgöngumála er úthlutað þannig að hægt sé að vinna upp þá samgönguskuld sem byggst hefur upp á svæðinu frá upphafi vegagerðar á Íslandi,“ segir í umsögninni.“ Þá er fjallað um skatttekjur sem muni hljótast af sölu Kerecis til danska fyrirtækisins Koloplast, sem og tekjur af laxeldi og öðrum atvinnugreinum muni nema 150 milljörðum króna „innan nokkurra ára“. Þessar tvær atvinnugreinar hafi auk þess snúið við neikvæðri íbúaþróun á síðust árum. „Útflutningsverðmæti af fiskafurðum snarhækkar, áhrifin á gengi krónunnar eru jákvæð og skattsporið af starfseminni er stórt. Þannig má færa rök fyrir því, að skattgreiðslur í kjölfar nýlegrar sölu Kerecis dugi einar og sér til að koma vegasamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í viðunandi horf.“ Vestfjarðarlína Lagt er til nútíma gatnakerfi sem er sagt „leiðrétta samgönguskuld“ sem hafi orðið til við Vestfirði undanfarna áratugi. Úr umsögn Kerecis. Rautt: „Vestfjarðalína“, láglendisvegur til höfuðborgarsvæðisins. Svart: Jarðgöng á meginlínu. Fjólublátt: Jarðgöng á hliðarlínu.skjáskot „Hún er grunnur þess að efnahagsævintýrið sem er í uppsiglingu á Vestfjörðum haldi áfram og byggir á borgararéttindum Vestfirðinga, þörfum atvinnulífs og mannlífs á Vestfjörðum. Vestfjarðarlínan samanstendur af nútíma gatnakerfi með þremur meginjarðgöngum (Brattabrekka, Klettsháls, Dynjandisheiði) og þremur bæjarfélagajarðgöngum sem tengja Patreksfjörð, Tálknafjörð, Bíldudal og Súðavík með láglendisveg við Vestjarðalínuna. Drögin að samgönguáætlun ganga miklu skemur að umfangi en Vestfjarðarlínan sem er óásættanlegt.“ Efnahagsævintýri sem verður að halda áfram Þá segir að samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar. „Höfuðstaðir landshlutanna gegna mikilvægu hlutverki og brýnt að opinberir aðilar gæti jafnræðis við úthlutun fjár sem á að auka lífsgæði íbúa. Samgöngusamanburður við Akureyri er afar óhagstæður fyrir Ísafjörð, bæði varðandi vega- og flugsamgöngur.“ Að lokum segir: „Til að þetta efnahagsævintýri geti haldið áfram og vægi Vestjarða náð aftur sínum fyrri styrk, og borgaraleg réttindi Vestfirðinga varðandi samgöngur til jafns við aðra nái fram, er lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Núverandi drög að samgönguáætlun gera það ekki og er áætlunin því ósásættanleg.“
Ísafjarðarbær Byggðamál Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir 909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. 13. júní 2023 13:20
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. 7. júlí 2023 08:20