Frelsi og umburðarlyndi Friðjón Friðjónsson skrifar 11. ágúst 2023 10:30 Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Borgarfulltrúarnir munu með þátttöku í göngunni, hvar sem þeir eru í flokki, taka undir þær áherslur sem borgin setur um að sýna samstöðu og stuðning við trans fólk og hinsegin fræðslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Fyrir okkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fellur slíkur stuðningur sérstaklega vel að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur þar sem við tókum fram að við viljum áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Við tókum líka fram að þarft sé að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Stjórnvöld þurfi að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við samtök þeirra og sérstaklega verði skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjölskyldna, einkum með tilliti til ættleiðinga, skráningar og sjálfkrafa viðurkenningar samkynja foreldra og að setja þurfi skýra stefnu um hinsegin fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Þá ályktaði landsfundur að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Að lokum var samþykkt á einum fjölmennasta landsfundi síðari ára, að fólki eigi að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild er setning sem fellur sérstaklega vel að grunngildum Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi og trú á einstaklinginn. Það eru 94 ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þessi grunngildi hafa ávallt verið hluti af stefnu okkar. Nokkuð sem okkur öllum sem gegna trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokksinn er vert að muna og við eigum líka að nota tækifærið og minna fólk á, sama hvar það stendur, á hvaða grunni við stöndum. Sjálfstæðisstefnan er umburðarlynd og bjartsýn fyrir þjóðina og við í Sjálfstæðisflokknum stöndum með öllum einstaklingum óháð skoðunum, óháð trú og óháð kynhneigð. Fyrir mér er frelsið grunnstef allra mannréttinda og á að vera mælikvarði allra athafna okkar sem gegna opinberum hlutverkum. Það á við í smáu sem stóru. Það er holur hljómur í orðum þeirra sem segjast styðja mannréttindi og frelsi en bæta svo alltaf við að nú sé ekki rétti tíminn, að aðstæður hér á landi séu sérstakar eða hlutirnir hafi nú bara alltaf verið svona og óþarfi sé að breyta. Réttindabarátta hinsegin fólks er frelsisbarátta, hún snýst um frelsi til að elska og frelsi til að vera. Þess vegna er það stefna Sjálfstæðisflokksins að styðja við hinsegin fólk, nú og til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sjálfstæðisflokkurinn Friðjón Friðjónsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Borgarfulltrúarnir munu með þátttöku í göngunni, hvar sem þeir eru í flokki, taka undir þær áherslur sem borgin setur um að sýna samstöðu og stuðning við trans fólk og hinsegin fræðslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Fyrir okkur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fellur slíkur stuðningur sérstaklega vel að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðasta vetur þar sem við tókum fram að við viljum áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Við tókum líka fram að þarft sé að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu hinsegin fólks. Stjórnvöld þurfi að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við samtök þeirra og sérstaklega verði skoðað að styrkja stöðu hinsegin fjölskyldna, einkum með tilliti til ættleiðinga, skráningar og sjálfkrafa viðurkenningar samkynja foreldra og að setja þurfi skýra stefnu um hinsegin fólk í leit að alþjóðlegri vernd. Þá ályktaði landsfundur að Ísland sé, og eigi ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Að lokum var samþykkt á einum fjölmennasta landsfundi síðari ára, að fólki eigi að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild er setning sem fellur sérstaklega vel að grunngildum Sjálfstæðisflokksins, sem eru frelsi og trú á einstaklinginn. Það eru 94 ár síðan Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður og þessi grunngildi hafa ávallt verið hluti af stefnu okkar. Nokkuð sem okkur öllum sem gegna trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokksinn er vert að muna og við eigum líka að nota tækifærið og minna fólk á, sama hvar það stendur, á hvaða grunni við stöndum. Sjálfstæðisstefnan er umburðarlynd og bjartsýn fyrir þjóðina og við í Sjálfstæðisflokknum stöndum með öllum einstaklingum óháð skoðunum, óháð trú og óháð kynhneigð. Fyrir mér er frelsið grunnstef allra mannréttinda og á að vera mælikvarði allra athafna okkar sem gegna opinberum hlutverkum. Það á við í smáu sem stóru. Það er holur hljómur í orðum þeirra sem segjast styðja mannréttindi og frelsi en bæta svo alltaf við að nú sé ekki rétti tíminn, að aðstæður hér á landi séu sérstakar eða hlutirnir hafi nú bara alltaf verið svona og óþarfi sé að breyta. Réttindabarátta hinsegin fólks er frelsisbarátta, hún snýst um frelsi til að elska og frelsi til að vera. Þess vegna er það stefna Sjálfstæðisflokksins að styðja við hinsegin fólk, nú og til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar