„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 11. ágúst 2023 13:34 Tilfinningarnar báru flóttakonurnar ofurliði þegar þær voru bornar út í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. „Þeir sögðu okkur að klukkan 11 yrðum við á götunni. Við héldum að þeir væru kannski að grínast,“ segir Blessing í samtali við fréttastofu. Flóttafólkið hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og hefur samkvæmt nýjum útlendingalögum verið tilkynnt um lok á þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þau fá endanlega synjun. Undanskilin eru börn og fjölskyldur þeirra. Meðan þess er beðið að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála má fólkið ekki vinna. „Við erum þrjár konur og næstum tuttugu menn saman í herbergi. Í dag sögðu þeir okkur að við hefðum tvo tíma til að koma okkur út.“ Hún segist hafa þráspurt lögreglumennina hvert hún og hinir flóttamennirnir eigi nú að leita. Hún segist eiga í engin hús að venda. „Þau svöruðu því að þeim væri sama og endurtóku sig, að við þyrftum að fara. Ég sagðist hafa flúið mansal og vændi og spurði hvert ég ætti að fara. Þau sögðu að sér væri sama og ég er því á götunni. Þau vita það.“ Hvernig líður þér? „Mér líður svo illa. Ég er ekki með sjálfri mér. Ég er ringluð og veit ekkert.“ Veistu hvert þú ferð núna? „Nei ég veit það ekki. Ég hef ekkert að fara og veit ekki hvert ég gæti farið. Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum.“ Fengu tvo tíma Esther, flóttakona frá Nígeríu sem kom til Íslands frá Ítalíu þar sem hún var þolandi mansals í um fjögur ár, segist ringluð vegna atburðarásarinnar í dag. „Lögreglan kom og sagði okkur að við yrðum að fara innan tveggja tíma. Við sögðum þeim að við hefðum ekkert að fara, þau sögðu að það kæmi sér ekki við, við þyrftum að fara“ Hafið þið rætt við lögmann ykkar? „Ég reyndi. Ég reyndi að tala við hann. Ég skil þetta ekki,“ segir Esther grátandi. Tilfinningarnar báru fólkið ofurliði.Vísir/Vilhelm Konurnar lýstu því allar að þær væru ráðalausar.Vísir/Vilhelm Konurnar segjast hafa fengið fálát svör frá lögreglu.Vísir/Vilhelm Um er að ræða þó nokkurn fjölda flóttafólks sem fengið hefur synjun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýjum lögum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir endanlega synjun.Vísir/Vilhelm Mary og Esther grátandi í Bæjarhrauni. Þær voru fluttar af svæðinu í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Mary með hluta af glerflösku sem hún braut í uppnámi í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, aðstoðar Mary upp í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
„Þeir sögðu okkur að klukkan 11 yrðum við á götunni. Við héldum að þeir væru kannski að grínast,“ segir Blessing í samtali við fréttastofu. Flóttafólkið hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd á Íslandi og hefur samkvæmt nýjum útlendingalögum verið tilkynnt um lok á þjónustu. Samkvæmt nýju lögunum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir að þau fá endanlega synjun. Undanskilin eru börn og fjölskyldur þeirra. Meðan þess er beðið að mál þeirra fari í gegnum ferli hjá Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála má fólkið ekki vinna. „Við erum þrjár konur og næstum tuttugu menn saman í herbergi. Í dag sögðu þeir okkur að við hefðum tvo tíma til að koma okkur út.“ Hún segist hafa þráspurt lögreglumennina hvert hún og hinir flóttamennirnir eigi nú að leita. Hún segist eiga í engin hús að venda. „Þau svöruðu því að þeim væri sama og endurtóku sig, að við þyrftum að fara. Ég sagðist hafa flúið mansal og vændi og spurði hvert ég ætti að fara. Þau sögðu að sér væri sama og ég er því á götunni. Þau vita það.“ Hvernig líður þér? „Mér líður svo illa. Ég er ekki með sjálfri mér. Ég er ringluð og veit ekkert.“ Veistu hvert þú ferð núna? „Nei ég veit það ekki. Ég hef ekkert að fara og veit ekki hvert ég gæti farið. Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum.“ Fengu tvo tíma Esther, flóttakona frá Nígeríu sem kom til Íslands frá Ítalíu þar sem hún var þolandi mansals í um fjögur ár, segist ringluð vegna atburðarásarinnar í dag. „Lögreglan kom og sagði okkur að við yrðum að fara innan tveggja tíma. Við sögðum þeim að við hefðum ekkert að fara, þau sögðu að það kæmi sér ekki við, við þyrftum að fara“ Hafið þið rætt við lögmann ykkar? „Ég reyndi. Ég reyndi að tala við hann. Ég skil þetta ekki,“ segir Esther grátandi. Tilfinningarnar báru fólkið ofurliði.Vísir/Vilhelm Konurnar lýstu því allar að þær væru ráðalausar.Vísir/Vilhelm Konurnar segjast hafa fengið fálát svör frá lögreglu.Vísir/Vilhelm Um er að ræða þó nokkurn fjölda flóttafólks sem fengið hefur synjun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýjum lögum missir fólk öll sín réttindi 30 dögum eftir endanlega synjun.Vísir/Vilhelm Mary og Esther grátandi í Bæjarhrauni. Þær voru fluttar af svæðinu í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm Mary með hluta af glerflösku sem hún braut í uppnámi í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, aðstoðar Mary upp í sjúkrabíl.Vísir/Vilhelm
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17
Hvað verður um Blessing á föstudag? Blessing er þolandi áralangs mansals á Ítalíu og hefur í fimm ár barist árangurslaust fyrir hæli hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa synjað henni um vernd en þó viðurkennt að Ítalía sé ekki öruggt land fyrir hana þar sem hún er mansalsbrotaþoli. 9. ágúst 2023 13:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent