Mikilvægi tolla Margrét Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2023 16:01 Á Íslandi, líkt og í nær öllum öðrum löndum heims, eru lagðir tollar á innfluttar búvörur sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Er það gert í þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar gagnvart innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu um landið. Reglulega koma fram hugmyndir hérlendis um lækkun eða jafnvel niðurfellingu tolla á innfluttar búvörur. Slíkar hugmyndir eru afar varhugaverðar enda beita öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu. Án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við erlendar. Skýrist það fyrst og fremst af því að framleiðslukostnaður hérlendis er mun hærri en víða annars staðar. Launa- og vaxtastig er hátt, markaðurinn smár, flutningskostnaður hár og framleiðslueiningar mun minni en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Aukinn þrýstingur frá hagsmunaaðilum Undanfarin misseri hefur umræða um tolla aukist samhliða hækkandi matvælaverði sem einkum má rekja til áhrifa af heimsfaraldrinum og síðar innrás Rússa í Úkraínu. Má segja að töluverður viðsnúningur hafi þá orðið í umræðunni um tolla og tollvernd en í lok árs 2020 var nokkuð víðtekinn skilningur á því að aukning á tollkvótum með samningi við ESB sem tók gildi árið 2018 hefði haft neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Þáverandi utanríkisráðherra boðaði endurskoðun á samningnum í ljósi þess að þar hallaði mjög á innlenda framleiðendur. En þegar matvælaverð fór hækkandi juku ýmsir hagsmunaaðilar þrýsting á stjórnvöld að fara í þveröfuga átt, lækka enn frekar tolla á landbúnaðarvörur og jafnvel fella þá niður. Í þeirri umræðu hefur sárlega vantað að ræða málin á breiðari grunni og velta upp hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér. Það er nokkuð ljóst - og mönnum greinir ekki á um - að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollarnir rýrna með hverju árinu Þó svo almennt ríki skilningur innan stjórnmálanna á mikilvægi þess að viðhafa tolla á búvörum er lítið rætt um hvernig þeir hafa þróast. Tollar á landbúnaðarvörur virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðgildi vörunnar. Tollar hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Þessi þróun er lítið rædd, þó með örfáum undantekningum. Þar má nefna nýlega umfjöllun Bændablaðsins þar sem varaformaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, tók hann stöðuna ágætlega saman með eftirfarandi orðum: „Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“. Tökum samtalið Það er nauðsynlegt að halda til haga markmiðum tollverndar enda um mikilvæga stoð íslensks landbúnaðar að ræða. Afnám eða lækkun tolla, hvort sem er ákvörðun um að gera slíkt eða áframhaldandi rýrnun magntolla sökum verðbólgu líkt og lýst er hér að ofan, hefur ekki einungis áhrif á bændur, heldur alla þá sem koma að framleiðsluferlinu sem og þjónustuveitendur í dreifðari byggðum. Þar má nefna fóðurframleiðendur, dýralækna, starfsmenn afurðastöðva og svo má lengi telja. Þess vegna er mikilvægt að talsmenn slíkra hugmynda skoði allar hliðar málsins og séu tilbúnir í samtalið um afleidd áhrif. Ég er nokkuð viss um að það sé vænlegra að styðja við innlenda atvinnuuppbyggingu byggða á sjálfbærri nýtingu landsins fremur en að færa störf úr landi, fækka atvinnumöguleikum hérlendis og sjá jarðir fara í eyði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi, líkt og í nær öllum öðrum löndum heims, eru lagðir tollar á innfluttar búvörur sambærilegar þeim sem framleiddar eru hér á landi. Er það gert í þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar gagnvart innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu um landið. Reglulega koma fram hugmyndir hérlendis um lækkun eða jafnvel niðurfellingu tolla á innfluttar búvörur. Slíkar hugmyndir eru afar varhugaverðar enda beita öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu. Án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við erlendar. Skýrist það fyrst og fremst af því að framleiðslukostnaður hérlendis er mun hærri en víða annars staðar. Launa- og vaxtastig er hátt, markaðurinn smár, flutningskostnaður hár og framleiðslueiningar mun minni en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Aukinn þrýstingur frá hagsmunaaðilum Undanfarin misseri hefur umræða um tolla aukist samhliða hækkandi matvælaverði sem einkum má rekja til áhrifa af heimsfaraldrinum og síðar innrás Rússa í Úkraínu. Má segja að töluverður viðsnúningur hafi þá orðið í umræðunni um tolla og tollvernd en í lok árs 2020 var nokkuð víðtekinn skilningur á því að aukning á tollkvótum með samningi við ESB sem tók gildi árið 2018 hefði haft neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Þáverandi utanríkisráðherra boðaði endurskoðun á samningnum í ljósi þess að þar hallaði mjög á innlenda framleiðendur. En þegar matvælaverð fór hækkandi juku ýmsir hagsmunaaðilar þrýsting á stjórnvöld að fara í þveröfuga átt, lækka enn frekar tolla á landbúnaðarvörur og jafnvel fella þá niður. Í þeirri umræðu hefur sárlega vantað að ræða málin á breiðari grunni og velta upp hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa í för með sér. Það er nokkuð ljóst - og mönnum greinir ekki á um - að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollarnir rýrna með hverju árinu Þó svo almennt ríki skilningur innan stjórnmálanna á mikilvægi þess að viðhafa tolla á búvörum er lítið rætt um hvernig þeir hafa þróast. Tollar á landbúnaðarvörur virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðgildi vörunnar. Tollar hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Þessi þróun er lítið rædd, þó með örfáum undantekningum. Þar má nefna nýlega umfjöllun Bændablaðsins þar sem varaformaður Viðreisnar, Daði Már Kristófersson, tók hann stöðuna ágætlega saman með eftirfarandi orðum: „Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“. Tökum samtalið Það er nauðsynlegt að halda til haga markmiðum tollverndar enda um mikilvæga stoð íslensks landbúnaðar að ræða. Afnám eða lækkun tolla, hvort sem er ákvörðun um að gera slíkt eða áframhaldandi rýrnun magntolla sökum verðbólgu líkt og lýst er hér að ofan, hefur ekki einungis áhrif á bændur, heldur alla þá sem koma að framleiðsluferlinu sem og þjónustuveitendur í dreifðari byggðum. Þar má nefna fóðurframleiðendur, dýralækna, starfsmenn afurðastöðva og svo má lengi telja. Þess vegna er mikilvægt að talsmenn slíkra hugmynda skoði allar hliðar málsins og séu tilbúnir í samtalið um afleidd áhrif. Ég er nokkuð viss um að það sé vænlegra að styðja við innlenda atvinnuuppbyggingu byggða á sjálfbærri nýtingu landsins fremur en að færa störf úr landi, fækka atvinnumöguleikum hérlendis og sjá jarðir fara í eyði. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun