Stemningin á vellinum var gríðarleg og óhætt er að segja að gleðin sem braust út í liði Víkinga hafi verið ósvikin. Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði augnablikið.











Víkingur varð í kvöld bikarmeistari kvenna eftir magnaðan 3-1 sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Víkingar, sem leika í Lengjudeildinni, voru að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í kvennaflokki frá upphafi.
Stemningin á vellinum var gríðarleg og óhætt er að segja að gleðin sem braust út í liði Víkinga hafi verið ósvikin. Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði augnablikið.
John Andrews, þjálfari Víkings, var himinnlifandi með 3-1 sigur í úrslitum Mjólkurbikarsins. John var hafði skömmu áður fengið sturtu af mjólk yfir sig en lét það ekki trufla sig.
Nadía Atladóttir, leikmaður Víkings Reykjavíkur, var í skýjunum eftir 3-1 sigur gegn Breiðabliki í úrslitum Mjólkurbikarsins. Nadía fór á kostum og skoraði tvö mörk.
Víkingur, topplið Lengjudeildarinnar, varð í kvöld bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni er liðið vann magnaðan 3-1 sigur gegn einu sigursælasta liði bikarkeppninnar frá upphafi, Breiðablik.