Vestan Elliðaár handtók lögregla aðila sem talinn var reyna að brjóta sér leið inn í húsnæði í miðbænum. Þá var lögregla kölluð út vegna hópslagsmála í póstnúmeri 104.
Vísa þurfti einum sem var til vandræða á skemmtistað í miðborginni út af staðnum. Þá var annar í annarlegu ástandi staðinn að því að valda eignarspjöllum á nærliggjandi bifreiðum.
Í Kópavogi var lögreglan einnig kölluð út vegna hópslagsmála og þá sinnti lögreglufólk af stöðinni aðila í annarlegu ástandi og illa til reika. Í nágrannasveitafélaginu Garðabæ var lögregla kölluð til vegna slagsmála.
Ekið var á reiðhjólamanna í Grafarvogi og þá voru tveir ökuþórar handteknir grunaðir um ölvun við akstur annars vegar og akstur undir áhrifum fíkniefna hins vegar.