Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 12:16 Fjölmiðillinn Marion County Record er í eigu mæðginanna Joan og Eric Meyer. Joan lést á laugardag eftir að umfangsmikil húsleit var gerð á heimili hennar. Getty Lögregluþjónar í Marion borg í Kansas-ríki í Bandaríkjunum gerðu húsleit á heimili eigenda fjölmiðilsins Marion County Record og skrifstofu miðilsins á föstudag. Í kjölfarið lést annar eigandi blaðsins, 98 ára gömul, að sögn sonar hennar í uppnámi vegna húsleitarinnar. Aðgerð lögreglu sætir gagnrýni og er sögð vera tilraun yfirvalda til skerðingar á fjölmiðlafrelsi. Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Eric Meyer er hinn eigandi miðilsins og sonur konunnar sem lést. Hann segir aðgeðr lögreglu hafa verið gerða vegna fréttar sem birtist í blaðinu á miðvikudag. Greinin fjallaði um veitingamann sem átt hefur í erjum við stjórnendur blaðsins, sér í lagi Eric Meyer. Samkvæmt frétt CNN var Meyer auk annars fréttamanns vísað út af kaffihúsi í borginni af eiganda staðarins, Kari Newell. Repúblikaninn Jake LaTurner, sem er sveitastjórnarfulltrúi á svæðinu, var með opinberan viðburð á kaffihúsinu þegar Newell vísaði þeim út. Newell segir miðilinn hafa í gegnum tíðina hafa gerst sekur um að hagræða sannleiknum og afbaka hluti. Því hafi hún ekki viljað fulltrúa miðilsins á fundinum sem þó var opinn almenningi. Í frétt Marion County Record á miðvikudag kom fram að fyrrnefnd Kari Newell hefði árið 2008 keyrt undir áhrifum áfengis og síðar án bílprófs. Meyer segir fréttina tilkomna vegna ábendingar sem borist hafði fréttastofunni skömmu eftir að honum var vísað út af kaffihúsinu. Newell sakar fjölmiðilinn hins vegar um auðkennisþjófnað því miðillinn hafi nálgast upplýsingar sem einungis voru aðgengilegar lögreglu, rannsóknarlögreglu og tryggingafyrirtækjum. Þá hafi fréttin aðeins verið hefndaraðgerð vegna þess að Meyer var vikið við annan blaðamann af kaffihúsinu. Húsleitin ólögmæt Dómari í Marion-sýslu skrifaði undir húsleitarheimild vegna gruns um auðkennisþjófnað og ólögleg athæfi í tengslum við tölvur. Tölvur, farsímar og önnur gögn voru gerð upptæk við leitina. Meyer var á heimili 98 ára gamallar móður sinnar og öðrum eiganda blaðsins, Joan Meyer, þegar húsleitin var gerð. Móðirin, sem annars var við góða heilsu, lést sólarhring síðar. Á vef miðilsins segir að húsleitin, sem var henni mikið áfall, hafi haft sitt að segja í tengslum við andlát hennar. Meyer segir í samtali við fjölmiðilinn Kansas Reflector að málið komi til með að hafa hamlandi áhrif á fréttamennsku miðilsins, sem og hæfni hans til þess að afla upplýsinga. Þá segir í fréttinni að húsleitin hafi brotið í bága við lög sem veiti vernd gegn því að leitað sé hjá blaðamönnum og hald lagt á gögn þeirra.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila