Lifði af þrjátíu metra fall ofan í Miklagljúfur Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 16:53 Suðurbrúnin við Miklagljúfur. Wyatt Kaufmann datt niður í gljúfrið af norðurbrúninni. EPA/Tatyana Zenkovich/Twitter Þrettán ára drengur lifði af þrjátíu metra fall ofan í Miklagljúfur í Arizona á þriðjudag. Hann hafði sest á hækjur sér til að vera ekki fyrir á ljósmyndum ferðamanna þegar hann féll aftur á bak niður í gljúfrið. Tugir björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna falls hins þrettán ára Wyatt Kauffman og tóku þær tvo klukkutíma. Starfsmenn þjóðgarðsins við Miklagljúfur komust að endingu Kauffman og þurftu þeir síðan að síga niður með hann þar sem ekki var mögulegt að koma þyrlu að slysstaðnum. Kauffman var flogið á spítala og kom þar í ljós að hann var með sprungur í níu hryggjarliðum, sprungið milta, brotna hönd og samfall á lunga. Hins vegar hefur hann nú verið útskrifaður af spítala. Vildi ekki vera fyrir og missti jafnvægið Wyatt sagði í samtali við fréttastöðvar Í Phoenix að hann hefði verið að reyna að færa sig frá svo fólk gæti tekið myndir af gljúfrinu. Hann hafi farið á fjóra fætur og gripið í stein með annarri hendi. Hann hafi þá misst takið og dottið aftur fyrir sig. Hann sagði í samtali við fréttastöðina KPNX í Phoenix að hann myndi ekki neitt sem gerðist eftir að hann datt. „Ég man bara eftir því að vakna aftur í sjúkrabíl og í þyrlu og að vera fluttur upp í flugvél til að koma hingað,“ sagði hann einnig. Brian Kauffmann, faðir Wyatt, sem var á heimili þeirra í Norður-Dakóta þegar slysið átti sér stað, sagðist mjög þakklátur fyrir viðbragðsaðila. „Við erum bara heppin að fara með drenginn okkar heim í framsæti bílsins frekar en í boxi,“ sagði hann. Bandaríkin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Tugir björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum vegna falls hins þrettán ára Wyatt Kauffman og tóku þær tvo klukkutíma. Starfsmenn þjóðgarðsins við Miklagljúfur komust að endingu Kauffman og þurftu þeir síðan að síga niður með hann þar sem ekki var mögulegt að koma þyrlu að slysstaðnum. Kauffman var flogið á spítala og kom þar í ljós að hann var með sprungur í níu hryggjarliðum, sprungið milta, brotna hönd og samfall á lunga. Hins vegar hefur hann nú verið útskrifaður af spítala. Vildi ekki vera fyrir og missti jafnvægið Wyatt sagði í samtali við fréttastöðvar Í Phoenix að hann hefði verið að reyna að færa sig frá svo fólk gæti tekið myndir af gljúfrinu. Hann hafi farið á fjóra fætur og gripið í stein með annarri hendi. Hann hafi þá misst takið og dottið aftur fyrir sig. Hann sagði í samtali við fréttastöðina KPNX í Phoenix að hann myndi ekki neitt sem gerðist eftir að hann datt. „Ég man bara eftir því að vakna aftur í sjúkrabíl og í þyrlu og að vera fluttur upp í flugvél til að koma hingað,“ sagði hann einnig. Brian Kauffmann, faðir Wyatt, sem var á heimili þeirra í Norður-Dakóta þegar slysið átti sér stað, sagðist mjög þakklátur fyrir viðbragðsaðila. „Við erum bara heppin að fara með drenginn okkar heim í framsæti bílsins frekar en í boxi,“ sagði hann.
Bandaríkin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila