Elín Metta í Þrótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 17:30 Elín Metta hefur alls spilað 62 A-landsleiki á ferli sínum og skorað í þeim 16 mörk. VÍSIR/VILHELM Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa. Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Frá þessu greindi Þróttur á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Þar segir að Elín Metta verði kynnt enn betur á miðlum félagsins á morgun. ELÍN METTA JENSEN Í ÞRÓTT! Þróttur og Elín undirrituðu samning sín á milli út tímabilið 2024. Hún mun leika strax með Þrótti það sem eftir lifir móti og í úrslitakeppni. Elín Metta er stödd fyrir vestan en kemur í dalinn fagra á morgun, hlökkum til að kynna hana betur. Velkomin pic.twitter.com/eD52S73G7R— Þróttur (@throtturrvk) August 15, 2023 Elín Metta er 28 ára gamall framherji sem hefur allan sinn feril leikið með Val sem og hún Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum frá 2015 til 2017. Elín Metta hefur undanfarin ár verið í læknisfræði en bæði spilað með Val sem og íslenska landsliðinu meðfram námi. Að loknu síðasta tímabili - þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari - ákvað hún að leggja skóna á hilluna þar sem tími til væri kominn að sinna öðrum hugðarefnum. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Í viðtali við Vísi sem birtist þann 23. júní gaf hún lítið fyrir að vera á leiðinni í Stjörnuna en sagðist þó vera að „sprikla.“ „Ég er bara að vinna á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt. Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ sagði Elín Metta. Nú er svo sannarlega eitthvað að frétta en Elín Metta hefur fengið félagaskipti yfir í Þrótt og samið við liðið út tímabilið 2024. Um er að ræða risastór félagaskipti og áfram heldur Þróttur að sækja leikmenn í Val en bæði Katla Tryggvadóttir sem og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hafa fært sig frá Hlíðarenda og niður í Laugardal á undanförnum misserum. Elín Metta hefur alls fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari með Val. Einnig varð hún þrisvar bikarmeistari, valin leikmaður ársins 2019 og hlaut markadrottningartitilinn 2012. Alls hefur hún skorað 193 mörk í 261 KSÍ-leik til þessa.
Fótbolti Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira