Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2023 09:25 Simon Byrne, lögreglustjóri Norður-Írlands, baðst afsökunar á gagnalekanum í síðustu viku. AP/Liam McBurney Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta. Eftirnöfn, skammstafanir, vinnustöðvar og deildir allra lögreglumanna og starfsmanna lögreglunnar á Norður-Írlandi, fleiri en tíu þúsund manns, voru birtar á netinu fyrir misgáning í meira en tvær klukkustundir í síðustu viku. Upplýsingarnar voru óvart látnar fylgja með svari við fyrirspurn á grundvelli upplýsingalaga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnalekinn er sagður sérlega viðkvæmur á Norður-Írlandi því herskáir hópar beina enn stundum spjótum sínum að lögreglumönnum með sprengju- og skotárásum við og við þrátt fyrir að formlega hafi ríkt friður á breska yfirráðasvæðinu í aldarfjórðung. Simon Byrne, lögreglustjórinn á Norður-Írlandi, sagðist þess fullviss að lýðveldissinnar hafi gögnin um lögreglumennina. Lögreglan gangi út frá því að þeir noti gögnin til þess að skapa ótta og óvissu og ógna lögreglumönnum og starfsmönnum lögreglunnar. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna þess. Hluti af gögnunum þar sem nöfn lögreglumanna höfðu verið afmáð ásamt mynd af Gerry Kelly, þingmanni írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, var hengd upp á vegg gegnt skrifstofu hans á mánudag, að sögn flokksins. Byrne hélt því fram á mánudag að engir lögreglumenn hefðu sagt upp störfum í kjölfar lekans. Samband norðurírskra lögreglumanna sagði í síðustu viku að yfir það rigni fyrirspurnum frá áhyggjufullum félagsmönnum. Norður-Írland Persónuvernd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Eftirnöfn, skammstafanir, vinnustöðvar og deildir allra lögreglumanna og starfsmanna lögreglunnar á Norður-Írlandi, fleiri en tíu þúsund manns, voru birtar á netinu fyrir misgáning í meira en tvær klukkustundir í síðustu viku. Upplýsingarnar voru óvart látnar fylgja með svari við fyrirspurn á grundvelli upplýsingalaga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gagnalekinn er sagður sérlega viðkvæmur á Norður-Írlandi því herskáir hópar beina enn stundum spjótum sínum að lögreglumönnum með sprengju- og skotárásum við og við þrátt fyrir að formlega hafi ríkt friður á breska yfirráðasvæðinu í aldarfjórðung. Simon Byrne, lögreglustjórinn á Norður-Írlandi, sagðist þess fullviss að lýðveldissinnar hafi gögnin um lögreglumennina. Lögreglan gangi út frá því að þeir noti gögnin til þess að skapa ótta og óvissu og ógna lögreglumönnum og starfsmönnum lögreglunnar. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar vegna þess. Hluti af gögnunum þar sem nöfn lögreglumanna höfðu verið afmáð ásamt mynd af Gerry Kelly, þingmanni írska þjóðernisflokksins Sinn Fein, var hengd upp á vegg gegnt skrifstofu hans á mánudag, að sögn flokksins. Byrne hélt því fram á mánudag að engir lögreglumenn hefðu sagt upp störfum í kjölfar lekans. Samband norðurírskra lögreglumanna sagði í síðustu viku að yfir það rigni fyrirspurnum frá áhyggjufullum félagsmönnum.
Norður-Írland Persónuvernd Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira