Lindarhvoll – hvað svo? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. ágúst 2023 10:30 Óhætt er að segja að birting Sigurðar Þórðarsonar (SÞ) fyrrum setts ríkisendurskoðanda á greinargerð hans um Lindarhvol fyrir nokkru hafi sett Lindarhvolsmálið í nýtt ljós. Viðbrögð við birtingu Sigurðar á skjalinu hafa verið margvísleg, sum fyrirsjáanleg en önnur hafa komið nokkuð á óvart. Fjármálaráðherra gaf út að í greinargerðinni væri ekkert nýtt en sagðist um leið ekki hafa lesið hana, þó hún hafi verið í hans vörslu í fimm ár. Alls kyns sótraftar hafa verið dregnir á sjó eða olnbogað sér sjálfir í umræðuna til að breiða út línu Valhallar í málinu. Það var svo sem fyrirsjáanlegtÖll þau viðbrögð eru meira og minna skipulögð aðför að settum ríkisendurskoðanda SÞ. Hvergi er minnst á það sem fram kemur í greinargerðinni heldur farið fram með þvaður um að birting greinargerðarinnar standist ekki lög (sem er marghrakið í lögfræðiálitum) og reynt að sá efasemdum um umboð SÞ í starfi. Það sem helst kemur fram í greinargerð SÞ varðar hvernig salan á Klakkaeigninni stóðst enga skoðun en það kom einnig fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Einnig er fundið að því að fjármunir voru mótteknir án þess að grein hafi verið fyrir því gerð. Gleymum ekki að við erum að tala um meðferð á fjármunum í ríkissjóði, við erum að tala um almannaeignir, við erum að tala um ríkisbókhald. Í greinargerð SÞ kemur einnig fram að Lindarhvoll gerði ekkert eigið mat á þeim eignum sem til sölu voru heldur var stuðst við saldólista úr Seðlabankanum sem gaf litlar upplýsingar. Í einhverjum tilvikum var mat þó lækkað til þess að fá betri niðurstöðu við sölu og bendir SÞ á það í greinargerðinni. S Þ fer einnig yfir hvernig reynt var á starfstíma hans að tefja og takmarka upplýsingagjöf til hans bæði frá Lindarhvoli en einnig frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu (!?). Þöggunin sem einkennt hefur málefni Lindarhvols hófst því strax og hefur staðið fram á þennan dag. Í greinargerðinni vekur SÞ athygli á hvernig einn einstaklingur var alltumlykjandi í starfsemi Lindarhvols. Sá var s.k. lögfræðilegur ráðgjafi en annaðist í reynd öll störf félagsins. Hann mætti til fyrsta stjórnarfundar félagsins með starfslýsingu sína í farteskinu og yfirtók um leið alla stjórn á félaginu. Hlutverk ,,lögfræðilega ráðgjafans” kom berlega fram í málflutningi í Héraðsdómi þar sem hann var í senn vitni og verjandi. Settur ríkisendurskoðandi ,,ad hoc" hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara sem áframsendi það héraðssaksóknara. Lengi vel stóð Viðskiptablaðið í baráttu fyrir að greinargerðin yrði birt. Nú er engu líkara en að Ragnar Reykás hafi tekið að ritstjórn sér á miðlinum því eftir birtingu greinargerðarinnar líkir einn greinarhöfundur á vefmiðli VB þeim sem harðast börðust fyrir birtingu hennar við "vingla og vindbelgi" . Skemmtileg kveðja til samstarfsmanna (?) en nauðsyn brýtur lög þegar Valhöll hóstar. Viðbrögð sitjandi ríkisendurskoðanda við greinargerðinni eru með miklum ólíkindum og reyndar óendanlega dapurleg. Það er verulega sorglegt þegar embættismaður stígur fram og opinberar þekkingarleysi sitt á stöðu sinni og embættis síns og á stjórnsýslunni í heild líkt og ríkisendurskoðandi gerði í viðtali á Sprengisandi á dögunum. Annar möguleiki en engu betri er auðvitað sá að ríkisendurskoðandi tali gegn betri vitund. Á Sprengisandi,sem merkilegt nokk fyrir útvarpsþátt, var settur upp þannig að tveir einstaklingar töluðu þann þriðja niður fjarstaddan. Þar lét ríkisendurskoðandi móðan mása um hliðsettan embættismann nefnilega settan ríkisendurskoðanda ,,ad hoc" SÞ. Núverandi ríkisendurskoðandi virðist enga grein gera sér fyrir stöðu SÞ sem setts ríkisendurskoðanda. Hann fellur í þá gryfju, sem fleiri hafa gert, að líta á SÞ sem n.k. verktaka eða húskarl sem er fjarri öllu lagi. Þess vegna var það ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að ákvarða starfslok SÞ heldur þess sem setti hann, nefnilega forseta Alþingis. Það ber einnig vitni um sérstaka fávísi þegar ríkisendurskoðandi segir að SÞ og verk hans hafi verið flautuð af árið 2018. Það er Alþingi sem ákveður verklok allra verkefna ríkisendurskoðunar með afgreiðslu oftast stjórnskipulags – og eftirlitsnefndar. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að núverandi ríkisendurskoðandi fái tækifæri til að viðra vankunnáttu sína fyrir þeirri nefnd um verk SÞ. Síðan bítur ríkisendurskoðandi höfuðið af skömminni með því að saka SÞ um dylgjur og segja hann hafa farið út fyrir verksvið sitt. Hann kallar einnig greinargerð SÞ setts ríkisendurskoðanda marklaust plagg. Afsakið en samkvæmt þessu veit maðurinn ekkert í sinn haus um bókhald, um verksvið ríkisendurskoðanda og um endurskoðun. Við munum lifa löng sex ár með fákunnandi ríkisendurskoðanda í embætti. Alþingi í hvers umboði ríkisendurskoðandi situr hlýtur að íhuga þá stöðu sem núrverandi ríkisendurskoðandi hefur sett embættið og stofnunina í. Lengi framanaf höfðu þingmenn Samfylkingarinnar takmarkaðan áhuga á málefnum Lindarhvols og fulltrúa þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiddist mjög þegar málefni félagsins voru til meðferðar í nefndinni. Þegar kastljós fjölmiðla skein nokkuð skært á málið fyrr á árinu þustu þingmenn Sf fram og reyndu að gera sig gildandi. Nú þegar kastljósið er nokkru daufara fer ekkert fyrir þessum þingmönnum í umræðunni. Það er áhyggjuefni þegar forysta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í höndum Samfylkingar. Vonandi stendur hún sína pligt því nú reynir á fyrir alvöru. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að birting Sigurðar Þórðarsonar (SÞ) fyrrum setts ríkisendurskoðanda á greinargerð hans um Lindarhvol fyrir nokkru hafi sett Lindarhvolsmálið í nýtt ljós. Viðbrögð við birtingu Sigurðar á skjalinu hafa verið margvísleg, sum fyrirsjáanleg en önnur hafa komið nokkuð á óvart. Fjármálaráðherra gaf út að í greinargerðinni væri ekkert nýtt en sagðist um leið ekki hafa lesið hana, þó hún hafi verið í hans vörslu í fimm ár. Alls kyns sótraftar hafa verið dregnir á sjó eða olnbogað sér sjálfir í umræðuna til að breiða út línu Valhallar í málinu. Það var svo sem fyrirsjáanlegtÖll þau viðbrögð eru meira og minna skipulögð aðför að settum ríkisendurskoðanda SÞ. Hvergi er minnst á það sem fram kemur í greinargerðinni heldur farið fram með þvaður um að birting greinargerðarinnar standist ekki lög (sem er marghrakið í lögfræðiálitum) og reynt að sá efasemdum um umboð SÞ í starfi. Það sem helst kemur fram í greinargerð SÞ varðar hvernig salan á Klakkaeigninni stóðst enga skoðun en það kom einnig fram í vitnaleiðslum í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Einnig er fundið að því að fjármunir voru mótteknir án þess að grein hafi verið fyrir því gerð. Gleymum ekki að við erum að tala um meðferð á fjármunum í ríkissjóði, við erum að tala um almannaeignir, við erum að tala um ríkisbókhald. Í greinargerð SÞ kemur einnig fram að Lindarhvoll gerði ekkert eigið mat á þeim eignum sem til sölu voru heldur var stuðst við saldólista úr Seðlabankanum sem gaf litlar upplýsingar. Í einhverjum tilvikum var mat þó lækkað til þess að fá betri niðurstöðu við sölu og bendir SÞ á það í greinargerðinni. S Þ fer einnig yfir hvernig reynt var á starfstíma hans að tefja og takmarka upplýsingagjöf til hans bæði frá Lindarhvoli en einnig frá Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytinu (!?). Þöggunin sem einkennt hefur málefni Lindarhvols hófst því strax og hefur staðið fram á þennan dag. Í greinargerðinni vekur SÞ athygli á hvernig einn einstaklingur var alltumlykjandi í starfsemi Lindarhvols. Sá var s.k. lögfræðilegur ráðgjafi en annaðist í reynd öll störf félagsins. Hann mætti til fyrsta stjórnarfundar félagsins með starfslýsingu sína í farteskinu og yfirtók um leið alla stjórn á félaginu. Hlutverk ,,lögfræðilega ráðgjafans” kom berlega fram í málflutningi í Héraðsdómi þar sem hann var í senn vitni og verjandi. Settur ríkisendurskoðandi ,,ad hoc" hefur sent mál Lindarhvols til ríkissaksóknara sem áframsendi það héraðssaksóknara. Lengi vel stóð Viðskiptablaðið í baráttu fyrir að greinargerðin yrði birt. Nú er engu líkara en að Ragnar Reykás hafi tekið að ritstjórn sér á miðlinum því eftir birtingu greinargerðarinnar líkir einn greinarhöfundur á vefmiðli VB þeim sem harðast börðust fyrir birtingu hennar við "vingla og vindbelgi" . Skemmtileg kveðja til samstarfsmanna (?) en nauðsyn brýtur lög þegar Valhöll hóstar. Viðbrögð sitjandi ríkisendurskoðanda við greinargerðinni eru með miklum ólíkindum og reyndar óendanlega dapurleg. Það er verulega sorglegt þegar embættismaður stígur fram og opinberar þekkingarleysi sitt á stöðu sinni og embættis síns og á stjórnsýslunni í heild líkt og ríkisendurskoðandi gerði í viðtali á Sprengisandi á dögunum. Annar möguleiki en engu betri er auðvitað sá að ríkisendurskoðandi tali gegn betri vitund. Á Sprengisandi,sem merkilegt nokk fyrir útvarpsþátt, var settur upp þannig að tveir einstaklingar töluðu þann þriðja niður fjarstaddan. Þar lét ríkisendurskoðandi móðan mása um hliðsettan embættismann nefnilega settan ríkisendurskoðanda ,,ad hoc" SÞ. Núverandi ríkisendurskoðandi virðist enga grein gera sér fyrir stöðu SÞ sem setts ríkisendurskoðanda. Hann fellur í þá gryfju, sem fleiri hafa gert, að líta á SÞ sem n.k. verktaka eða húskarl sem er fjarri öllu lagi. Þess vegna var það ekki verkefni kjörins ríkisendurskoðanda að ákvarða starfslok SÞ heldur þess sem setti hann, nefnilega forseta Alþingis. Það ber einnig vitni um sérstaka fávísi þegar ríkisendurskoðandi segir að SÞ og verk hans hafi verið flautuð af árið 2018. Það er Alþingi sem ákveður verklok allra verkefna ríkisendurskoðunar með afgreiðslu oftast stjórnskipulags – og eftirlitsnefndar. Það er sérstakt tilhlökkunarefni að núverandi ríkisendurskoðandi fái tækifæri til að viðra vankunnáttu sína fyrir þeirri nefnd um verk SÞ. Síðan bítur ríkisendurskoðandi höfuðið af skömminni með því að saka SÞ um dylgjur og segja hann hafa farið út fyrir verksvið sitt. Hann kallar einnig greinargerð SÞ setts ríkisendurskoðanda marklaust plagg. Afsakið en samkvæmt þessu veit maðurinn ekkert í sinn haus um bókhald, um verksvið ríkisendurskoðanda og um endurskoðun. Við munum lifa löng sex ár með fákunnandi ríkisendurskoðanda í embætti. Alþingi í hvers umboði ríkisendurskoðandi situr hlýtur að íhuga þá stöðu sem núrverandi ríkisendurskoðandi hefur sett embættið og stofnunina í. Lengi framanaf höfðu þingmenn Samfylkingarinnar takmarkaðan áhuga á málefnum Lindarhvols og fulltrúa þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd leiddist mjög þegar málefni félagsins voru til meðferðar í nefndinni. Þegar kastljós fjölmiðla skein nokkuð skært á málið fyrr á árinu þustu þingmenn Sf fram og reyndu að gera sig gildandi. Nú þegar kastljósið er nokkru daufara fer ekkert fyrir þessum þingmönnum í umræðunni. Það er áhyggjuefni þegar forysta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í höndum Samfylkingar. Vonandi stendur hún sína pligt því nú reynir á fyrir alvöru. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun