Vill finna ástríðuna á ný og afsanna hrakspár annarra í sinn garð Aron Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2023 08:00 Steven Lennon er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur á láni frá FH út tímabilið Vísir/Arnar Halldórsson Markahrókurinn Steven Lennon telur sig hafa leikið sinn síðasta leik fyrir FH. Á næstu vikum ætlar hann að sanna fyrir fólki að fótboltatöfrarnir lifi enn í sér. Á dögunum var greint frá því að Lennon, sem hefur verið einn helsti markahrókur efstu deildar undanfarinn rúma áratug, hafi gengið til liðs við Þrótt Reykjavík á láni út tímabilið frá FH en mínúturnar innan vallar hafa verið af skornum skammti fyrir Lennon hjá FH upp á síðkastið. „Ég ætla mér að sýna að Steven Lennon getur enn spilað fótbolta á meðan að aðrir telja mig ekki geta það lengur.“ „Ég er spenntur fyrir þessari áskorun. Þróttur er félag sem býr við mjög góða aðstöðu en aðalmálið fyrir mig var að komast í lið þar sem að ég fengi fleiri mínútur inn á vellinum en var raunin hjá mér hjá FH. Ég er því mjög ánægður með að vera kominn í Þrótt og ég hlakka til að hjálpa liðinu í sinni baráttu. Ég hef bara heyrt góða hluti um Þrótt frá mönnum á borð við Nik Chamberlain (þjálfara kvennaliðs Þróttar), Sam Hewson (spilandi aðstoðarþjálfara karlaliðs Þróttar) sem og Ian Jeffs þjálfara liðsins.“ Steven Lennon mun spila með Þrótti út tímabilið.Þróttur Reykjavík En hvernig kemur það til að þú endar hér í Laugardalnum hjá Þrótti? „Ég hef ekki fengið margar mínútur inn á vellinum hjá FH upp á síðkastið og forráðamenn Þróttar höfðu verið að spyrjast fyrir um stöðu mína. Mér finnst þetta bara fullkomið tækifæri til þess að finna ástina á íþróttinni aftur. Þetta hefur verið pirrandi tímabil fyrir mig hingað til. Ég er búinn að meiðast í tvígang og það hefur reynst erfitt fyrir mig að brjóta mér leið inn í byrjunarlið FH. Þróttur var í leit að öðrum sóknarmanni og ég í leit að meiri spilatíma, þetta er því fullkomin lending.“ Erfitt ár að baki Steven Lennon er vanur því frá sínum ferli hér á landi að spila nánast alla leiki með sínu liði og í þokkabót að skora mikið af mörkum í leiðinni í þeim leikjum. Því hafa undanfarnir mánuðir tekið mikið á. „Síðasta ár var mjög erfitt fyrir alla hjá FH, við áttum skelfilegt tímabil en fyrir yfirstandandi tímabil fannst mér undirbúningstímabilið hjá okkur mjög gott, ég persónulega átti mjög gott undirbúningstímabil en meiddist svo skömmu fyrir upphaf tímabilsins.“ Lennon í leik með FH Vísir/Diego „Ég kom til baka og byrjaði minn fyrsta leik gegn ÍBV en varð þá fyrir því óláni að handleggsbrotna. Þetta hefur því verið mjög erfitt en svona er bara fótboltinn og maður getur ekki farið að taka þetta mikið inn á sig þó það sé erfitt að fara frá FH. Ég vil bara finna fyrir ástríðunni á fótboltanum á nýjan leik.“ Spilað sinn síðasta leik fyrir FH Samningur Lennon við FH er á lokametrum sínum. Telur þú þig hafa spilað þinn síðasta leik fyrir FH? „Ég hugsa að það megi orða það svo já. Samningur minn rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Ég vildi ekki sitja þann samning af mér án þess að fá einhverjar mínútur og það er því ástæðan fyrir því að ég er hér hjá Þrótti. Ég ætla mér að sýna að Steven Lennon getur enn spilað fótbolta á meðan að aðrir telja mig ekki geta það lengur. Það er stóra ástæðan fyrir því að ég kem hingað. Ég vil skora mörk á nýjan leik og sýna fólki að ég geti það enn þá.“ „Auðvitað er þetta sárt“ Lennon á að baki 264 leiki í öllum keppnum fyrir FH og hefur hann skorað yfir 100 mörk í þeim leikjum og orðið Íslandsmeistari í tvígang með liðinu. Er það sárt fyrir þig að svona séu endalok þín hjá félaginu? „Það hefði verið sárt sama hvernig þau hefðu orðið, hvort sem að ég hefði lagt skóna á hilluna sem leikmaður félagsins eða haldið á önnur mið. Auðvitað er þetta sárt en fótboltinn er í fyrsta sæti hjá mér og ég ætla mér ekki að hanga hjá félaginu bara til þess að geta kallað mig leikmann FH. Ég vil spila fótbolta í það minnsta eitt til tvö ár í viðbót, halda áfram að njóta leiksins og það hefur ekki verið raunin undanfarna mánuði.“ Stefnir aftur á efstu deild Lennon er, ásamt Guðmundi Steinarssyni, í fjórða til fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar karla með 101 mark og þekkir ekkert annað en að spila í efstu deild. Þróttarar eru í næst efstu deild en Lennon er ekki búinn að gefa þann möguleika upp á bátinn að í nánustu framtíð muni hann spila á ný í efstu deild. „Ég er viss um að það geti gerst og það er það sem ég stefni að og vil.“ Lennon hefur fagnað ófáum mörkum í treyju FHVísir/Bára Dröfn Fram undan eru leikir með Þrótti Reykjavík sem eru þessa stundina nýliðar í mjög spennandi Lengjudeild. Hverju vill Lennon áorka á komandi vikum með félaginu sem og persónulega? „Fyrsta markmið hjá félaginu er auðvitað að halda sæti sínu í deildinni og mögulega gera atlögu að sæti í úrslitakeppninni. Við þurfum að tengja saman sigra til þess að gera það. Hvað mig sjálfan varðar er það bara þetta að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik, koma boltanum á nýjan leik í netið. Sem krakki byrjaði maður í fótbolta vegna þess að maður elskaði þessa íþrótt og ég fer vonandi að finna þá tilfinningu á nýjan leik því það hefur vantað upp á það undanfarið ár.“ FH Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla Besta deild karla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að Lennon, sem hefur verið einn helsti markahrókur efstu deildar undanfarinn rúma áratug, hafi gengið til liðs við Þrótt Reykjavík á láni út tímabilið frá FH en mínúturnar innan vallar hafa verið af skornum skammti fyrir Lennon hjá FH upp á síðkastið. „Ég ætla mér að sýna að Steven Lennon getur enn spilað fótbolta á meðan að aðrir telja mig ekki geta það lengur.“ „Ég er spenntur fyrir þessari áskorun. Þróttur er félag sem býr við mjög góða aðstöðu en aðalmálið fyrir mig var að komast í lið þar sem að ég fengi fleiri mínútur inn á vellinum en var raunin hjá mér hjá FH. Ég er því mjög ánægður með að vera kominn í Þrótt og ég hlakka til að hjálpa liðinu í sinni baráttu. Ég hef bara heyrt góða hluti um Þrótt frá mönnum á borð við Nik Chamberlain (þjálfara kvennaliðs Þróttar), Sam Hewson (spilandi aðstoðarþjálfara karlaliðs Þróttar) sem og Ian Jeffs þjálfara liðsins.“ Steven Lennon mun spila með Þrótti út tímabilið.Þróttur Reykjavík En hvernig kemur það til að þú endar hér í Laugardalnum hjá Þrótti? „Ég hef ekki fengið margar mínútur inn á vellinum hjá FH upp á síðkastið og forráðamenn Þróttar höfðu verið að spyrjast fyrir um stöðu mína. Mér finnst þetta bara fullkomið tækifæri til þess að finna ástina á íþróttinni aftur. Þetta hefur verið pirrandi tímabil fyrir mig hingað til. Ég er búinn að meiðast í tvígang og það hefur reynst erfitt fyrir mig að brjóta mér leið inn í byrjunarlið FH. Þróttur var í leit að öðrum sóknarmanni og ég í leit að meiri spilatíma, þetta er því fullkomin lending.“ Erfitt ár að baki Steven Lennon er vanur því frá sínum ferli hér á landi að spila nánast alla leiki með sínu liði og í þokkabót að skora mikið af mörkum í leiðinni í þeim leikjum. Því hafa undanfarnir mánuðir tekið mikið á. „Síðasta ár var mjög erfitt fyrir alla hjá FH, við áttum skelfilegt tímabil en fyrir yfirstandandi tímabil fannst mér undirbúningstímabilið hjá okkur mjög gott, ég persónulega átti mjög gott undirbúningstímabil en meiddist svo skömmu fyrir upphaf tímabilsins.“ Lennon í leik með FH Vísir/Diego „Ég kom til baka og byrjaði minn fyrsta leik gegn ÍBV en varð þá fyrir því óláni að handleggsbrotna. Þetta hefur því verið mjög erfitt en svona er bara fótboltinn og maður getur ekki farið að taka þetta mikið inn á sig þó það sé erfitt að fara frá FH. Ég vil bara finna fyrir ástríðunni á fótboltanum á nýjan leik.“ Spilað sinn síðasta leik fyrir FH Samningur Lennon við FH er á lokametrum sínum. Telur þú þig hafa spilað þinn síðasta leik fyrir FH? „Ég hugsa að það megi orða það svo já. Samningur minn rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Ég vildi ekki sitja þann samning af mér án þess að fá einhverjar mínútur og það er því ástæðan fyrir því að ég er hér hjá Þrótti. Ég ætla mér að sýna að Steven Lennon getur enn spilað fótbolta á meðan að aðrir telja mig ekki geta það lengur. Það er stóra ástæðan fyrir því að ég kem hingað. Ég vil skora mörk á nýjan leik og sýna fólki að ég geti það enn þá.“ „Auðvitað er þetta sárt“ Lennon á að baki 264 leiki í öllum keppnum fyrir FH og hefur hann skorað yfir 100 mörk í þeim leikjum og orðið Íslandsmeistari í tvígang með liðinu. Er það sárt fyrir þig að svona séu endalok þín hjá félaginu? „Það hefði verið sárt sama hvernig þau hefðu orðið, hvort sem að ég hefði lagt skóna á hilluna sem leikmaður félagsins eða haldið á önnur mið. Auðvitað er þetta sárt en fótboltinn er í fyrsta sæti hjá mér og ég ætla mér ekki að hanga hjá félaginu bara til þess að geta kallað mig leikmann FH. Ég vil spila fótbolta í það minnsta eitt til tvö ár í viðbót, halda áfram að njóta leiksins og það hefur ekki verið raunin undanfarna mánuði.“ Stefnir aftur á efstu deild Lennon er, ásamt Guðmundi Steinarssyni, í fjórða til fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar karla með 101 mark og þekkir ekkert annað en að spila í efstu deild. Þróttarar eru í næst efstu deild en Lennon er ekki búinn að gefa þann möguleika upp á bátinn að í nánustu framtíð muni hann spila á ný í efstu deild. „Ég er viss um að það geti gerst og það er það sem ég stefni að og vil.“ Lennon hefur fagnað ófáum mörkum í treyju FHVísir/Bára Dröfn Fram undan eru leikir með Þrótti Reykjavík sem eru þessa stundina nýliðar í mjög spennandi Lengjudeild. Hverju vill Lennon áorka á komandi vikum með félaginu sem og persónulega? „Fyrsta markmið hjá félaginu er auðvitað að halda sæti sínu í deildinni og mögulega gera atlögu að sæti í úrslitakeppninni. Við þurfum að tengja saman sigra til þess að gera það. Hvað mig sjálfan varðar er það bara þetta að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik, koma boltanum á nýjan leik í netið. Sem krakki byrjaði maður í fótbolta vegna þess að maður elskaði þessa íþrótt og ég fer vonandi að finna þá tilfinningu á nýjan leik því það hefur vantað upp á það undanfarið ár.“
FH Þróttur Reykjavík Lengjudeild karla Besta deild karla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti