Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2023 18:29 Lögreglan á Selfossi hefur málið til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði þann 11. ágúst síðastliðinn að maðurinn skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25 ágúst næstkomandi. Lögreglustjóri Suðurlands hafði gert kröfu um gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, eða til 8. september næstkomandi. Úrskurður þessi var kærður til Landsréttar sem hefur nú úrskurðað að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 31. ágúst. Þetta segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Rannsókn að mestu lokið Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna. Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þá segir að brýnir rannsóknarhagsmunir geti verið vegna þess að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Sveinn Kristján segir að rannsókn málsins sé svo gott sem lokið að öðru leyti en því að beðið sé eftir lokaniðurstöðu krufningar. Vonast eftir niðurstöðu um mánaðamótin Sveinn Kristján segir að Lögreglan á Suðurlandi vonist til þess að lokaniðurstaða muni liggja fyrir um mánaðamótin eða fyrr. Niðurstaðan sé gríðarlega mikilvægt gagn í málinu. Þá segir hann að verði engar gríðarlegar breytur í lokaniðurstöðunni frá bráðabirgðaniðurstöðu þá muni ránnsókn málsins ljúka fljótlega eftir að þær liggja fyrir. Málið fari þá á borð héraðssaksóknara, sem lögreglan hafi verið í góðu samstarfi við við rannsókn málsins. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði þann 11. ágúst síðastliðinn að maðurinn skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til föstudagsins 25 ágúst næstkomandi. Lögreglustjóri Suðurlands hafði gert kröfu um gæsluvarðhaldið yrði framlengt um fjórar vikur, eða til 8. september næstkomandi. Úrskurður þessi var kærður til Landsréttar sem hefur nú úrskurðað að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 31. ágúst. Þetta segir í tilkynningu á vef lögreglunnar. Rannsókn að mestu lokið Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna. Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þá segir að brýnir rannsóknarhagsmunir geti verið vegna þess að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Sveinn Kristján segir að rannsókn málsins sé svo gott sem lokið að öðru leyti en því að beðið sé eftir lokaniðurstöðu krufningar. Vonast eftir niðurstöðu um mánaðamótin Sveinn Kristján segir að Lögreglan á Suðurlandi vonist til þess að lokaniðurstaða muni liggja fyrir um mánaðamótin eða fyrr. Niðurstaðan sé gríðarlega mikilvægt gagn í málinu. Þá segir hann að verði engar gríðarlegar breytur í lokaniðurstöðunni frá bráðabirgðaniðurstöðu þá muni ránnsókn málsins ljúka fljótlega eftir að þær liggja fyrir. Málið fari þá á borð héraðssaksóknara, sem lögreglan hafi verið í góðu samstarfi við við rannsókn málsins.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Krefjast fjögurra vikna áframhaldandi varðhalds vegna manndráps á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið ungri konu að bana á Selfossi í lok apríl. Von er á niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands síðar í dag. Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. 14. júlí 2023 12:00