Sölubann sett á til bjargar grágæsarstofninum Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2023 14:35 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að fækkað hefur í grágæsastofninum á undanförnum árum og við því verði að bregðast. Vísir/Vilhelm Óheimilt er nú að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar og sömuleiðis að flytja hana út. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð þessa efnis þar sem grágæsarstofninum hefur hnignað og sé sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins. Um er að ræða breytingu á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Áfram verður þó heimilt að selja uppstoppaða gæs. Haft er eftir Guðlaugi Þór að fækkað hafi í grágæsastofninum á undanförnum árum og við því verði að bregðast. „Með sölubanninu nú eru stigin skref til að vernda stofninn, sem vonandi duga til að hann taki við sér á ný og verður staðan metinn á ný að ári liðnu,“ segir Guðlaugur Þór. Grágæs. Stjr/Halldór Walter Stefánsson Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi grágæsarstofninum hnignað og sé sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. „Lagt verður mat á stöðuna að ári liðnu og verði áframhaldandi hnignun á stofninum á þeim tíma verður lengd veiðitímabils grágæsar tekið til skoðunar. Verði hins vegar fjölgun í stofninum verður metið hvort þörf verði á áframhaldandi sölubanni. Í ljósi umræðu um hvernig eftirliti verði háttað með sölubanninu og ábendinga um að sölubannið muni hafa þau áhrif að grágæs verði seld sem heiðagæs bendir ráðuneytið á að veiðimaður hefur heimild til að selja villibráð sem hann veiðir sjálfur. Villibráðin þarf hins vegar að vera afhent óunnin í hamnum nema viðkomandi aðili hafi leyfi Matvælastofnunar til að verka hana og selja beint til neytenda. Ráðuneytið hvetur þá sem kaupa unna villibráð til að hafa þetta í huga við sín kaup til að tryggja að ekki sé um að ræða vöru unna úr grágæs. Þá er mikilvægt að neytendur séu vel upplýstir um uppruna þeirrar vöru sem þeir kaupa, hvort heldur sem er á veitingastöðum eða í matvöruverslunum. Unnið er að því að útfæra nánar eftirlit með sölubanninu. Það eftirlit mun meðal annars fela í sér sýnatökur og DNA greiningu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fuglar Dýr Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undirritað breytingar á reglugerð þessa efnis þar sem grágæsarstofninum hefur hnignað og sé sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins. Um er að ræða breytingu á reglugerð um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Áfram verður þó heimilt að selja uppstoppaða gæs. Haft er eftir Guðlaugi Þór að fækkað hafi í grágæsastofninum á undanförnum árum og við því verði að bregðast. „Með sölubanninu nú eru stigin skref til að vernda stofninn, sem vonandi duga til að hann taki við sér á ný og verður staðan metinn á ný að ári liðnu,“ segir Guðlaugur Þór. Grágæs. Stjr/Halldór Walter Stefánsson Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi grágæsarstofninum hnignað og sé sölubann sett fram til að auka líkurnar á að stofninn nái sér á strik á ný. „Lagt verður mat á stöðuna að ári liðnu og verði áframhaldandi hnignun á stofninum á þeim tíma verður lengd veiðitímabils grágæsar tekið til skoðunar. Verði hins vegar fjölgun í stofninum verður metið hvort þörf verði á áframhaldandi sölubanni. Í ljósi umræðu um hvernig eftirliti verði háttað með sölubanninu og ábendinga um að sölubannið muni hafa þau áhrif að grágæs verði seld sem heiðagæs bendir ráðuneytið á að veiðimaður hefur heimild til að selja villibráð sem hann veiðir sjálfur. Villibráðin þarf hins vegar að vera afhent óunnin í hamnum nema viðkomandi aðili hafi leyfi Matvælastofnunar til að verka hana og selja beint til neytenda. Ráðuneytið hvetur þá sem kaupa unna villibráð til að hafa þetta í huga við sín kaup til að tryggja að ekki sé um að ræða vöru unna úr grágæs. Þá er mikilvægt að neytendur séu vel upplýstir um uppruna þeirrar vöru sem þeir kaupa, hvort heldur sem er á veitingastöðum eða í matvöruverslunum. Unnið er að því að útfæra nánar eftirlit með sölubanninu. Það eftirlit mun meðal annars fela í sér sýnatökur og DNA greiningu,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fuglar Dýr Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira