Falsfréttir um áhrif hvalveiða Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 17:00 „Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Fjölmiðlar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
„Mogginn er genginn í björg“ skrifaði spök kona í vikunni á þræði á fésbók sem fjallaði um grein í Mbl um hve loftslagsvænar hvalveiðar væru. Einnig var því haldið fram að bann hvalveiða ynni gegn loftslagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar. Í því sambandi hef ég verið að velta því fyrir mér hugtakinu „fake news“ sem Trump hrópaði sí og æ í sinni forsetatíð - and-staðreyndir gegn staðreyndum; sá málflutningur er að verða honum að falli nú. Að varpa fölskum staðreyndum fram aftur og aftur þannig að borgarar sem heyra og lesa verða ráðvilltir er taktík Kristjáns Loftssonar og hans fylgifiska sem tengjast Hval hf. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala er grunnstoð í vistkerfum sjávar og hafa hvalir því verið kallaðir næringarpumpa hafanna, undirstaða flíffjölbreytileika sjávar. Hvalir sækja sína fæðu sem er að mestu svifkrabbadýr niður á mikið dýpi og koma síðan upp á yfirborðið til að anda og losa sig við líkamsúrgang. Hægðir og þvag hvala innihelda næringarefni líkt og nitur og járn sem eru takmarkandi fyrir vöxt svifs, botn fæðuvefs hafanna. Svif eru ljóstillífandi lífverur, frum framleiðendur, sem binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Því fleirri hvalir, því meira svif og því ríkari líffjölbreytileiki í hafinu og þar með fleirri fiskar, já og því minna kolefni í andrúmsloftinu. Þegar hvalir deyja eru hræin grunnnæring fyrir botndýr og því einnig mikilvæg fyrir líffjölbreytileika hafsbotnsins. Það eru falsfréttir að hvalveiðar séu mikilvægar til að vinna gegn loftslagsvánni. Vísindalegar staðreyndir eru þær að úrgangur hvala veldur því að svif vex við ljóstillífun og bindur koltvísýring. Hvalahræ binda einnig kolefni á hafsbotni. Hvalveiðar valda því hnignun vistkerfa sjávar og eyðilegging vistkerfa hefur verið skilgreind sem vistmorð. Vistmorð mun innan tíðar verða glæpur sem dæmdur verður hjá Alþjóða sakamáladómsstólnum og þá verður líklegt að litlir ljótir karlar sem drepa hvali lendi í fangelsi líkt og ljótir karlar sem fremja þjóðarmorð. Höfundur er prófessor í sjálfbærnivísindum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar