Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 0-0 | Blikar að missa af toppliðinu Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. ágúst 2023 16:30 Breiðablik og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í Kópavoginum í dag. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik fékk ÍBV í heimsókn í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með markalausu jafntefli þar sem Blikar lágu á Eyjakonum allan síðari hálfleikinn, án þess þó að skora. Leikurinn fór afar rólega af stað og Eyjakonur jafnvel ívið betri fyrstu 20 mínútur leiksins. Blikar hertu tökin síðasta korter fyrri hálfleiks og komust í margar álitlegar stöður. Besta færi fyrri hálfleiksins var þegar Linli Tu, leikmaður Breiðabliks, fékk sendingu frá hægri inn í vítateig ÍBV. Skot hennar fór fram hjá af afar stuttu færi og Eyjakonur sluppu við skrekkinn. Linli Tu reynir að skapa eitthvað fyrir samherja sína.Vísir/Hulda Margrét Staðan markalaus í hálfleik. Breiðablik tók svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik og Eyjakonur í varnarfærslum í 45 mínútur. Sóknarmönnum Blika gekk bölvanlega að koma smiðshögginu á margar af þeim sendingum sem komu inn á teig ÍBV. Líkt og í fyrri hálfleik féll besta færi síðari hálfleiks og jafnframt leiksins í skaut Linli Tu. Andrea Rut átti þá góða rispu upp vinstri kantinn og kom með fyrirgjöf með fram grasinu á fjærstöngina þar sem Linli Tu kom á ferðinni og þurfti einfaldlega að setja boltann í netið af örstuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt setti hún boltann fram hjá. Síðustu tíu mínútur leiksins vörðust Eyjakonur allar á aftasta þriðjungi vallarins og héldu út þeirri orrahríð sem Blikar áttu að marki þeirra. Lokatölur líkt og fyrr segir, 0-0. Leikmenn ÍBV ræða við dómara leiksins.Vísir/Hulda Margrét Af hverju varð jafntefli? Góður varnarleikur ÍBV ásamt afleitri færanýtingu heimakvenna varð að lokum ástæða þess að liðin skildu á skiptan hlut í dag. Hverjar stóðu upp úr? Kantmenn og bakverðir Blika bjuggu til urmul góðra tækifæra fyrir liðsfélaga sína og því ekkert við þær að sakast að um markalausan leik var um að ræða. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, stóð sig einnig með prýði og var mjög örugg í öllum sínum aðgerðum. Guðný átti góðan leik.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Eins og fyrr segir þá var það smiðshöggið sem vantaði í leik Blika. Færanýtingin var afleit. Linli Tu gengur sennilega hvað svekktust frá þessum leik enda ef allt væri eðlilegt hefði hún skorað tvö mörk hið minnsta í dag. Agla María sér ekki boltann fyrir sólinni að því virðist.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Næsta umferð er lokaumferð deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvennt. Fer umferðin öll fram á sama tíma, þ.e.a.s. næsta sunnudag klukkan 14:00. Blikar fara í Laugardalinn og mæta Þrótti en ÍBV fær FH í heimsókn. Stigið gefur okkur lítið Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að allir hafi séð hvað vantaði upp á í dag, það er bara að rúlla boltanum yfir línuna. Við náttúrulega sóttum án afláts og vorum inn í teig hjá þeim meir og minna,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, svekktur að leik loknum. „Í svona leik þarftu að hreyfa boltann örlítið hraðar og vera aðeins sneggri að klára færin þín, því þær náðu að stökkva fyrir eða bjarga á síðustu augnablikunum. Þannig að það er gríðarlega herslumunur sem vantaði upp á í dag til þess að ná í þrjú stig, því miður. Frammistaðan að mörgu leyti fín og boltinn gekk vel og við sköpuðum fullt af möguleikum. Hefði samt viljað skapa betri færi og skora mark.“ Breiðablik varð af mikilvægum stigum í dag í toppbaráttu sinni við Val og situr enn í öðru sæti deildarinnar. „Stigið gefur okkur lítið en frammistaðan gefur okkur inn í framhaldið og við byggjum ofan á það og við skorum í næsta leik,“ segir Ásmundur. Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki, var sagt upp störfum nú í lok síðustu viku. Aðspurður hvort þetta væru óvæntar fregnir svaraði Ásmundur því á þennan veg. „Já, það kom mér á óvart. Ég hafði ekki hugmynd um þetta en þetta er ekki einhver hlutur sem ég er að fást við dagsdaglega en leiðinlegt þegar menn eru að missa vinnuna en eins og ég segi þá kem ég alveg af fjöllum,“ sagði Ásmundur og bætti við að samstarf þeirra Ólafs hafi ávallt verið gott. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik ÍBV
Breiðablik fékk ÍBV í heimsókn í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með markalausu jafntefli þar sem Blikar lágu á Eyjakonum allan síðari hálfleikinn, án þess þó að skora. Leikurinn fór afar rólega af stað og Eyjakonur jafnvel ívið betri fyrstu 20 mínútur leiksins. Blikar hertu tökin síðasta korter fyrri hálfleiks og komust í margar álitlegar stöður. Besta færi fyrri hálfleiksins var þegar Linli Tu, leikmaður Breiðabliks, fékk sendingu frá hægri inn í vítateig ÍBV. Skot hennar fór fram hjá af afar stuttu færi og Eyjakonur sluppu við skrekkinn. Linli Tu reynir að skapa eitthvað fyrir samherja sína.Vísir/Hulda Margrét Staðan markalaus í hálfleik. Breiðablik tók svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik og Eyjakonur í varnarfærslum í 45 mínútur. Sóknarmönnum Blika gekk bölvanlega að koma smiðshögginu á margar af þeim sendingum sem komu inn á teig ÍBV. Líkt og í fyrri hálfleik féll besta færi síðari hálfleiks og jafnframt leiksins í skaut Linli Tu. Andrea Rut átti þá góða rispu upp vinstri kantinn og kom með fyrirgjöf með fram grasinu á fjærstöngina þar sem Linli Tu kom á ferðinni og þurfti einfaldlega að setja boltann í netið af örstuttu færi. En á einhvern ótrúlegan hátt setti hún boltann fram hjá. Síðustu tíu mínútur leiksins vörðust Eyjakonur allar á aftasta þriðjungi vallarins og héldu út þeirri orrahríð sem Blikar áttu að marki þeirra. Lokatölur líkt og fyrr segir, 0-0. Leikmenn ÍBV ræða við dómara leiksins.Vísir/Hulda Margrét Af hverju varð jafntefli? Góður varnarleikur ÍBV ásamt afleitri færanýtingu heimakvenna varð að lokum ástæða þess að liðin skildu á skiptan hlut í dag. Hverjar stóðu upp úr? Kantmenn og bakverðir Blika bjuggu til urmul góðra tækifæra fyrir liðsfélaga sína og því ekkert við þær að sakast að um markalausan leik var um að ræða. Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, stóð sig einnig með prýði og var mjög örugg í öllum sínum aðgerðum. Guðný átti góðan leik.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Eins og fyrr segir þá var það smiðshöggið sem vantaði í leik Blika. Færanýtingin var afleit. Linli Tu gengur sennilega hvað svekktust frá þessum leik enda ef allt væri eðlilegt hefði hún skorað tvö mörk hið minnsta í dag. Agla María sér ekki boltann fyrir sólinni að því virðist.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Næsta umferð er lokaumferð deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvennt. Fer umferðin öll fram á sama tíma, þ.e.a.s. næsta sunnudag klukkan 14:00. Blikar fara í Laugardalinn og mæta Þrótti en ÍBV fær FH í heimsókn. Stigið gefur okkur lítið Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að allir hafi séð hvað vantaði upp á í dag, það er bara að rúlla boltanum yfir línuna. Við náttúrulega sóttum án afláts og vorum inn í teig hjá þeim meir og minna,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, svekktur að leik loknum. „Í svona leik þarftu að hreyfa boltann örlítið hraðar og vera aðeins sneggri að klára færin þín, því þær náðu að stökkva fyrir eða bjarga á síðustu augnablikunum. Þannig að það er gríðarlega herslumunur sem vantaði upp á í dag til þess að ná í þrjú stig, því miður. Frammistaðan að mörgu leyti fín og boltinn gekk vel og við sköpuðum fullt af möguleikum. Hefði samt viljað skapa betri færi og skora mark.“ Breiðablik varð af mikilvægum stigum í dag í toppbaráttu sinni við Val og situr enn í öðru sæti deildarinnar. „Stigið gefur okkur lítið en frammistaðan gefur okkur inn í framhaldið og við byggjum ofan á það og við skorum í næsta leik,“ segir Ásmundur. Ólafi Kristjánssyni, yfirmanni knattspyrnumála hjá Breiðabliki, var sagt upp störfum nú í lok síðustu viku. Aðspurður hvort þetta væru óvæntar fregnir svaraði Ásmundur því á þennan veg. „Já, það kom mér á óvart. Ég hafði ekki hugmynd um þetta en þetta er ekki einhver hlutur sem ég er að fást við dagsdaglega en leiðinlegt þegar menn eru að missa vinnuna en eins og ég segi þá kem ég alveg af fjöllum,“ sagði Ásmundur og bætti við að samstarf þeirra Ólafs hafi ávallt verið gott.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti